Friday, July 25, 2008

 

Heimilisverndarnefnd

Það er nú kannski eins gott fyrir mig að sú nefnd er ekki til. Annars væri ég í vondum málum. Í öllum galsanum undanfarið, hef ég nefnilega verið að vanrækja heimilið mitt.

En ekki lengur.

Í kvöld ætla ég mér að vera heima og reyna að taka upp tusku. Segja rykinu stríð á hendur. Hver veit nema ég opni eina rauðvínsflösku í leiðinni. Það er eitthvað sem segir mér að það verði miklu skemmtilegra að þrífa með rauðvín í einari..

Comments:
Hæ. Ég á ekki von á því að fara að djamma á laugardaginn - það komu slæm tíðindi úr læknaheimum....
Verðum í bandi.

e
 
Ó nei, Elín mín. Það var ekki gott að heyra. Hringdu endilega í mig, þegar þú hefur tíma.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?