Tuesday, July 15, 2008

 

Allir á völlinn

Eitt af því sem ég hef alltaf ætlað mér að gera er að horfa á bróður minn spila fótbolta. Hann spilar með meistaraflokki Gróttu. Í kvöld er heimaleikur hjá Gróttu og hvernig sem viðrar, ætla ég mér að mæta. Það er orðið svo langt síðan ég hef farið á fótboltaleik, en ef minnið svíkur ekki hafði ég virkilega gaman af því að fara á leiki hérna í den.

Í gær skellti ég mér á útsölur. Fór í Ikea og keypti fullt af hlutum í eldhúsið. Ég er að sprengja skápana í eldhúsinu, þeir eru troðfullir af dóti. Ég er svona að vona að með þessu sólskini sem er búið að vera í mínu lífi undanfarið, vakni aftur áhuginn á því að elda. Ég var virkilega dugleg að prófa ýmislegt nýtt þegar ég var í hjónabandi, en svo dó áhuginn með hjónabandinu. Hver veit nema ég geti endurvakið hann (áhugann á ég við).

Þetta er að verða svona mánuðurþarseméggerialltþaðsemégætlaðiméralltafaðgera. Nú er bara að fara að herja á vinkonur í næstu viku, ef þær eru heima.

Comments:
FRÁBÆRT - ætlarðu kannski að fara að búa til svona súpu eins og Anna og setja í allar dósirnar sem eru í skápunum - eða eru það bara pottar og glös í þínum skápum hihi ;)

Knúsar úr rigningunni í Danaveldi
 
Fyndið að þú skyldir nefna súpu, því ég gerði svona grænmetismauk (ekki að vísu eins og Anna) á mánudaginn.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?