Friday, June 27, 2008

 

Stayin' alive

Samkvæmt afmælisboðskorti sem ég fékk, eru 30 ár síðan eðalmyndin Saturday Night Fever var frumsýnd. Þar af leiðandi verður diskóþema í boðinu. Ég er næstum búin að setja saman dressið. Fann meira að segja ekta diskó skó á útsölu í dag. Þeir eru gylltir. Nú á bara eftir að redda glimmer-hárlakki og glimmer á líkamann og þá held ég að dressið sé komið. Þetta verður bara gaman.

Annars náði ég þeim merka áfanga í dag að klára að bera á blessaðan pallinn. Ég var farin að vera hálf örg yfir þessu verki, svo ég er mjög fegin að þetta er búið...í bili. Í tilefni þess að því er lokið, ætla ég að skála fyrir mér í afmælinu á morgun. Og svo skálar maður fyrir afmælisbarninu.. og góða veðrinu.. og lífinu.

Comments:
Oooh þú ert svo heppin. Alltaf boðin í skemmtileg afmæli og búin að bera á pallinn :). Vona að þú skemmtir þér vel í afmælinu í kvöld - mátt alveg taka einn stóra sopa fyrir mig þegar þú skálar hihi.
Knúsar,
e
 
Glimmer og gleði og glerfínn pallur - það er ekki slæmt!
 
Þetta var bara skemmtilegt og eftirminnilegt kvöld. Knúsar til baka Elín mín, verð að fara að hitta þig bráðlega. Matur á Santa Maria hljómar mjög vel akkúrat núna ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?