Wednesday, June 18, 2008
Sagan endalausa
Það þarf varla að hafa mörg orð um það sem er helst að gerast í mínu hversdagslega lífi þessa stundina. Það virðist ætla að taka mjög langan tíma að bera á þennan blessaða pall og ekki finnst alltaf tíminn til þess. Ég hef verið að reyna að grípa þær stundir sem gefast. Ég get að vísu lítið kvartað yfir veðrinu, því það hefur hagað sér skikkanlega. Þetta er bara svo rosalega seinlegt. Dóttirin hefur verið virkjuð í málningavinnu þegar hún er heimavið, en annars hef ég verið að dunda mér ein við þetta.
Ég reyni bara að hugsa jákvætt og einblína á hvernig ég ætla að fegra pallinn minn þegar málningarvinnu er lokið.
Ég reyni bara að hugsa jákvætt og einblína á hvernig ég ætla að fegra pallinn minn þegar málningarvinnu er lokið.