Thursday, June 12, 2008

 

Þreyta í sumarfríi

Það er svo mikið að gera í sumarfríinu, en samt kemst ég ekki yfir að gera allt saman. Það þarf að útrétta ýmislegt, taka til í skápum og fleiru sem venjulega gefst ekki tími til, fara í heimsóknir út og suður OG pússa og bera á pallinn. Í gær leigði ég mér juðara hjá BYKO og svo var ráðist á pallinn og hann pússaður. Á morgun stendur svo til að bera á ferlíkið (rúmlega 50 fermetrar), helst að ná að klára tvær umferðir. Nágranni minn tjáði mér að þeir hefðu verið tveir að bera á samskonar pall og það hefði tekið þá 16 klst. Það þýðir að það mun taka mig eitthvað töluverð lengri tíma en það. Dóttirin ætlar að hjálpa mér, svo við verðum bara að vera duglegar.

Annars er ég í hálfgerðu sjokki. Haldið þið ekki að þegar á hólminn var komið, hafi dóttir mín valið MR (klukkan 23.15 í gærkvöldi). Hún átti í mestu erfiðleikum með að velja á milli MR og Versló, en valdi MR vegna sterkari möguleika á áframhaldandi námi í læknisfræði. Ég styð hana 100% í sínu vali og vona að hún verði glöð í sínum skóla, en ég neitaði því ekki að það fór aðeins um gamla Verslinginn. Ég hélt því í fínu bleiku búðina til hennar Elínar minnar í dag og fékk áfallahjálp (og rosalega gott latte).

Comments:
Takk fyrir heimsóknina :)
 
Er Milla komin inn í MR?
 
Já, umsóknin var samþykkt í gær. OG takk fyrir síðast ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?