Friday, May 09, 2008

 

Óvissan í hámarki

Dóttir mín fór ásamt öðrum tíundubekkingnum í óvissuferð í gær. Í Lindaskóla var óvissan höfð í hámarki, þannig að foreldrarnir vissu ekki einu sinni hvert ætti að fara. Ég hef ekkert heyrt frá henni og er því að deyja úr forvitni. Hún kemur aftur heim á morgun, vonandi glöð og þreytt eftir gott ferðalag. Hún er amk mjög ánægð með það að samræmdu prófin eru búin, því hún var búin að vera að skipuleggja og læra fyrir þau síðan í janúar.

Annars fórum við stelpurnar út að borða í hádeginu í dag. Að sjálfsögðu fórum við á besta staðinn í bænum, Santa Maria, og fengum gott að borða hjá Maju og Neto. Í þetta skiptið fékk ég mér enchiladas með sósu úr súkkulaði og chilli, sem var alveg rosalega gott. Ég er ennþá í hálfgerðri vímu og langar að fara aftur sem fyrst.

Takk fyrir mig Maja og Neto.

Comments:
Ég hugsa að flestir ef ekki allir tíundubekkjaforeldrar andi léttar núna :D
 
verði þér að góðu :)
 
heyrðu ég ætla að vona að krakkinn sé kominn heim úr óvissunni......

e
 
hehe jú hún skilaði sér heil á húfi og mjög sátt.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?