Thursday, May 29, 2008

 

Sumarvinna

Eitt af því sem gleymdist í öllu prófstressinu, í kringum samræmdu prófin, var að leita að sumarvinnu. Dóttirin er að vinna á Culiacan, en langar að breyta til. Hún vill helst ekki fara í unglingavinnuna, þar sem hún er frekar illa launuð og kassastörf eru ekki mjög spennandi, en allt kemur til greina. Hún er vön því að vinna á veitingarstöðum og hefur líka reynslu af kassastörfum.

Þannig að ef þið vitið um einhver sumarstörf á lausu, þá endilega látið mig vita.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?