Monday, May 19, 2008

 

Margt að ske

Á laugardaginn skellti ég mér að tónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur. Það var svolítið skrýtin tilfinning að sitja úti í sal og hlusta. Ég hef nefnilega alltaf verið að syngja á þessum tónleikum. Þær stóðu sig bara nokkuð vel stelpurnar, þó að mér hafi stundum fundist vanta smá líf í hópinn.

Á sunnudaginn fórum við mæðginin í bíó ásamt Erlu og Inga Þór. Við sáum ofurmyndina Iron Man, sem féll strákunum vel í geð. Ég verð nú samt að segja að mér leiddist ekkert á þessari mynd, ólíkt því þegar við sáum Fantastic Four 2. Ég held að ég geti sagt með vissu að það muni verða Iron Man 2, fannst ég lesa það úr endinum.

Í dag var svo erfiður dagur. Dagurinn byrjaði á kistulagningu afa míns, síðan tók jarðaförin við og svo var endað í erfidrykkju heima hjá foreldrum mínum. Þar var fjölmenni og ég var á þönum allan tímann. Það er því ekki laust við að þreyta og feginleiki séu alsráðandi þessa stundina. Mikið held að ég margir hafi verið fegnir þegar þessi dagur var að kvöldi kominn.

Comments:
Samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar.
 
Kærar þakkir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?