Saturday, May 24, 2008

 

Afmæliskisa

Kisa litla á afmæli í dag. Það eru nákvæmlega fimm ár síðan hún kom í heiminn. Það vill svo skemmtilega til að daginn sem hún fæddist var Eurovision keppnin haldin það árið. Það er skrýtið að hugsa til þess að það séu komin fimm ár síðan hún kom inn í líf okkar, lítil og hálf skelkuð. En hún hefur gengið í gegnum ýmislegt með okkur og ég held að hún sé bara nokkuð sátt við lífið.

Afmælisveislan verður haldin á mánudaginn, þegar hitt heimilisfólkið kemur heim eftir pabbahelgi. Þá verður boðið upp á rækjur og litla dekurrófan fær sína afmælisgjöf. Nýjan klórustaur.

Til gamans set ég tvær myndir af henni. Önnur er tekin rétt eftir að við fengum hana og hin var svo tekin síðasta sumar.



Comments:
Til hamingju með kisu litlu. Ég man þegar þú varst að fá kisuna og mér finnst sko vera miklu styttra en 5 ár síðan :)
 
Takk, takk. Mér finnst það líka, tíminn er allt of fljótur að líða.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?