Friday, April 25, 2008

 

Sjálfhelda

Það getur stundum verið hálf-ævintýralegt að vera kisuvinur. Þannig var það einmitt í gær.

Kisa fékk að fara út í gærkvöldi, með þeim fyrirmælum að hún mætti ekki vera lengi úti. Hún fær nefnilega aldrei að vera úti á nóttinni. Um klukkan ellefu, fór ég út á pallinn og kallaði á kisu. Heyrði ég þá ámátlegt væl, ekki langt í burtu. Ég vissi strax að nú væri kisa búin að koma sér í sjálfheldu. Það var því ekki um annað að ræða en að fara í úlpu og rölta út. Ég þurfti ekki að fara langt, þegar ég fann kisu. Hún var búin að príla upp stillasa, og þorði ekki niður. Þar stóð hún og vældi ámátlega, skíthrædd og vesældarleg.

Nú voru góð ráð dýr. Eftir smá umhugun ákvað ég að þetta yrði ekki leyst nema með hjálp dótturinnar. Hún er nefnilega ennþá svo ótrúlega fim, eftir alla fimleikaþjálfunina sem hún fékk á yngri árum. Hún átti ekki í miklum vandræðum með að vippa sér upp stillasann og handlangaði svo kisu niður til mín. Ég hafði náð í stiga heimilisins og stóð fremur lofthrædd í efsta þrepinu. Ég þurfti síðan að klöngrast niður stigann með kisu á öxlinni. Málið reddaðist því, en með naumindum því þessir stillasar voru alls ekki traustir. Það munaði því ekki miklu að við hefðum þurft að ræsa út björgunarsveit eða slökkvilið.

Eitthvað segir mér nú að við gætum alveg átt von á að standa í þessu aftur. Kisa litla hefur nefnilega svo gaman af því að príla.

Comments:
,,...með þeim fyrirmælum að hún mætti ekki vera lengi úti." - og gegnir kisan því svona venjulega ;-)

Gott að þið gátuð bjargað henni samt!
 
Hehe nei ég tók nú svona til orða. Ég segi þetta ofast við hana þegar hún fær að fara út á kvöldin, hvort sem hún skilur mig eða ekki.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?