Tuesday, April 29, 2008

 

Bjallan glumdi í miðju prófi

Dóttir mín var í samræmdu prófi í íslensku í morgun. Hún var ósköp róleg yfir þessu öllu og ekkert að stressa sig í morgun. EN..Hún hafði samband við mig áðan og var heldur óhress. Í miðjum hlustunarkaflanum, fór skólabjallan að glymja, svo hún missti alveg niður eina spurninguna. Hún bara hreinlega heyrði hana ekki fyrir hávaðanum. Ég efast um að nokkur hafi heyrt hana. Hún var alveg miður sín yfir þessu, enda búin að leggja mikið á sig við lærdóminn. Öll rólegheitin í morgun breyttust í stress og einbeitningin fauk.

Skýringin sem kom frá kennaranum var að það hefði gleymst að taka bjölluna úr sambandi. Ég er frekar fúl yfir þessu, en ég held að ég láti nú samt vera að fara að gera eitthvað mál úr þessu…eða hvað?

Comments:
Nei, þýðir varla neitt. Hugsa að kennararnir séu nógu miður sín út af því. Og þýðir örugglega ekkert að kvarta í prófanefnd... Súrt.
 
Hmmm sjálfsagt glumið bjalla á fleiri stöðum á landinu...ekki að það bæti stöðuna neitt......en hlustunarkaflinn er endurtekinn - hún hlýtur að hafa náð því í seinni umferð???
Annars bara áfram stelpa - í Versló með þig ;)
Kv.
E
 
Var ekki hægt að fá spurninguna endurtekna?
Kveðja,
Olla
 
Nei, hlustunin er ekki endurtekin og þar sem engin gerði athugasemd er orðið of seint að gera eitthvað í þessu núna.

Þeim var skipt í þrjá hópa og hennar hópur var sá eini sem lenti í þessu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?