Friday, April 11, 2008

 

Ammælídag

Mikið er nú gaman að eiga afmæli, þegar maður fær svona mikið af fallegum afmæliskveðjum. Sonur minn tilkynnti mér þegar hann vaknaði, að hann ætlaði að gefa mér margar afmælisgjafir í dag. Fyrstu gjöfina fékk ég strax, hann var snöggur á fætur, tilbúin á réttum tíma og labbaði í skólann. Hann vissi það, blessaður, að þetta myndi gleðja mig mjög mikið (sem það og gerði).

Í kvöld ætlum við vinkonurnar svo að fara út að borða á Lækjarbrekku. Ég er ennþá að gera það upp við mig hvort ég á að vera akandi eða ekki.

Já, og svona í tilefni þess að ég er orðin árinu eldri, setti ég upp gleraugu. Þarf þau að vísu bara þegar ég þreytist við lestur, eða eins og ég sagði sjálf „ég þarf ekki að labba með þau“.

Comments:
oooohhh djöh....sjálfur að senda þér ekki kveðju á afmælisdaginn - hverskonar endemis endaþarmsskoðunarsjálfhverfa er þetta!!!
hér með síðbúin afmæliskveðja kæra mín :) - stórt knús og margir kossar
e
 
Til hamingju með að vera orðin árinu eldri :)
 
Kærar þakkir!
 
Síðbúnar en engu að síður innilegar hamingjuóskir með afmælið!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?