Saturday, March 01, 2008

 

Slagsmál


Það var smá hasar á heimilinu í gær. Trítla fékk að fara út í eftirmiðdaginn og lenti í slagsmálum. Hún slasaðist ekki alvarlega, en nóg til þess að það þurfti að fara með hana upp á dýraspítala og láta sauma nokkur spor. Í dag er hún með skerm á hausnum. Hún var með umbúðir á löppinni, mjög tryggilega festar, en náði einhvern veginn að losa sig við þær. Hún er mjög ósátt við þennan skerm, og gerir allt til að reyna að losa hann af höfðinu á sér. Hún er nefnilega ekki svo vitlaus, skorðar höfuðið á milli tveggja hluta og reynir svo að bakka. Greyið þarf að vera með skerminn á hausnum í fimm daga og ég get séð það strax að það verða langir fimm dagar. Ég hafði svo miklar áhyggjur af henni að ég svaf frekar lítið í nótt.

Ég held að ég sé loksins að skilja hvað miðilinn átti við þegar hann sagði að ég myndi eiga þrjú börn.

Comments:
Æ greyjið! (Þið báðar eiginlega :-) )
 
Hún er voða ræfilsleg greyið, er alltaf að reka skerminn í, því hún áttar sig ekki á umfanginu á honum.
 
hehe og þú nýkomin í húsmæðraorlof - gangi ykkur Trítlu vel :)
kv.
E
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?