Thursday, March 13, 2008

 

Aftur til London

Þá er búið að bóka flug til London. Þessi ferð verður farin í ágúst og í þetta sinn verðum við mæðgur bara tvær á ferð. Þetta verður svona verslunar-afslöppunar-skoðunarferð, meira skoðunarferð ef ég fæ að ráða, en meira verslunarferð ef hún fær að ráða. Dóttirin mun eiga 16 ára afmæli í ferðinni og er planið að fara á söngleik í tilefni dagsins. Við ætlum að skella okkur á Mamma Mia og svo verður sjálfsagt farið eitthvað fínt út að borða. Ég er mjög spennt fyrir stað sem heitir Asia de Cuba.

Og nú er bara að vona að blessað pundið farið að lækka, svo ég geti farið að bóka gistingu.

Comments:
SPENNANDI :)

kv.
E
 
Þetta verður rosalega gaman. Strax farin að hlakka til.
 
Geggjað... mig langar svo til útlanda en það verður víst ekki í bráð. Gaman fyrir ykkur mæðgur bara að fara einar að dúlla ykkur :)
 
Þetta verður mjög gaman hjá okkur. Við erum svo góðar svona tvær saman, hún verslar og ég held á pokunum og skima í kringum mig eftir einhverju til að setjast á. Ég skil það betur og betur hvernig eiginmönnum líður, nenni varla að standa í þessu fyrir sjálfa mig.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?