Friday, March 28, 2008
Rauður Kristal-plús
Það er ekkert eðlilegt hvað við mægður getum innbyrt af þessum drykk. Ég er farin að halda að það séu einhver ávanabindandi efni í vökvanum.
Annars er varla nokkuð merkilegt að gerast. Jú, nema að vörubílar virðast vera mjög hrifnir af göngubrúnni í Vatnsendahverfi. Það þurfti víst að fylgja börnum heim í dag(sem vanalega nota brúnna) því hún var lokuð. Í Fréttablaðinu var líka viðtal við tvær konur sem ég þekki, sem báðar heita María. Að lokum rakst ég á frétt um að Ellen deGeneres sé tekin við af Opruh sem vinsælasti spjallþáttarstjórnandinn. Það kemur mér ekki á óvart, því þættirnir hennar eru skemmtilegir. Ég vildi gjarnan sjá hana í íslensku sjónvarpi.
Ja hérna. Svona er það þegar maður er andlaus. Þá bullar maður bara.
Annars er varla nokkuð merkilegt að gerast. Jú, nema að vörubílar virðast vera mjög hrifnir af göngubrúnni í Vatnsendahverfi. Það þurfti víst að fylgja börnum heim í dag(sem vanalega nota brúnna) því hún var lokuð. Í Fréttablaðinu var líka viðtal við tvær konur sem ég þekki, sem báðar heita María. Að lokum rakst ég á frétt um að Ellen deGeneres sé tekin við af Opruh sem vinsælasti spjallþáttarstjórnandinn. Það kemur mér ekki á óvart, því þættirnir hennar eru skemmtilegir. Ég vildi gjarnan sjá hana í íslensku sjónvarpi.
Ja hérna. Svona er það þegar maður er andlaus. Þá bullar maður bara.
Thursday, March 13, 2008
Aftur til London
Þá er búið að bóka flug til London. Þessi ferð verður farin í ágúst og í þetta sinn verðum við mæðgur bara tvær á ferð. Þetta verður svona verslunar-afslöppunar-skoðunarferð, meira skoðunarferð ef ég fæ að ráða, en meira verslunarferð ef hún fær að ráða. Dóttirin mun eiga 16 ára afmæli í ferðinni og er planið að fara á söngleik í tilefni dagsins. Við ætlum að skella okkur á Mamma Mia og svo verður sjálfsagt farið eitthvað fínt út að borða. Ég er mjög spennt fyrir stað sem heitir Asia de Cuba.
Og nú er bara að vona að blessað pundið farið að lækka, svo ég geti farið að bóka gistingu.
Og nú er bara að vona að blessað pundið farið að lækka, svo ég geti farið að bóka gistingu.
Sunday, March 09, 2008
Santa Maria
Loksins er hægt að fá ekta mexíkanskan mat á Íslandi. Við mæðgurnar fengum okkur að borða á þessum nýja stað og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Staðurinn sjálfur er mjög flottur og maturinn alveg frábær. Við fengum okkur tvo rétti, skiptum þeim á milli okkar og vorum báðar mjög ánægðar. Mér fannst sterkari rétturinn betri (sem var þó ekkert súper spæsí), mig minnir að hann hafi verið númer 28 á matseðlinum.
Sem sagt, Santa Maria, Laugavegi 22a. Mæli með honum.
Maja mín, við komum örugglega aftur. Hlakka til að smakka eitthvað fleira.
Sem sagt, Santa Maria, Laugavegi 22a. Mæli með honum.
Maja mín, við komum örugglega aftur. Hlakka til að smakka eitthvað fleira.
Saturday, March 01, 2008
Slagsmál
Það var smá hasar á heimilinu í gær. Trítla fékk að fara út í eftirmiðdaginn og lenti í slagsmálum. Hún slasaðist ekki alvarlega, en nóg til þess að það þurfti að fara með hana upp á dýraspítala og láta sauma nokkur spor. Í dag er hún með skerm á hausnum. Hún var með umbúðir á löppinni, mjög tryggilega festar, en náði einhvern veginn að losa sig við þær. Hún er mjög ósátt við þennan skerm, og gerir allt til að reyna að losa hann af höfðinu á sér. Hún er nefnilega ekki svo vitlaus, skorðar höfuðið á milli tveggja hluta og reynir svo að bakka. Greyið þarf að vera með skerminn á hausnum í fimm daga og ég get séð það strax að það verða langir fimm dagar. Ég hafði svo miklar áhyggjur af henni að ég svaf frekar lítið í nótt.
Ég held að ég sé loksins að skilja hvað miðilinn átti við þegar hann sagði að ég myndi eiga þrjú börn.