Friday, January 11, 2008

 

Stolt

Ég er virkilega stolt af henni dóttur minni. Ástæðan fyrir þessu stolti er sú, að henni hefur alltaf gengið mjög vel í skóla. Hún er samviskusöm og uppsker því í samræmi við það. Á miðvikudaginn vorum við á fundi með námsráðgjafa, þar sem við þurftum að taka ákvörðun um samræmd próf næsta vor. Dóttirin var að sjálfsögðu búin að velta þeim mikið fyrir sér og löngu búin að ákveða hvað hentaði henni best að taka. Námsráðgjafinn sagði við okkur að þar sem hún væri með meðaleinkunn upp á 9,1, gæti hún í raun valið hvaða framhaldskóla sem hún vildi.

Það stóð ekki á svari hjá minni. „Ég ætla í Versló“.

Nema hvað, Versló er frábær skóli og ég sé ekki eftir þeim fjórum árum sem ég eyddi þar. Verst að ég get ekki fengið að fara með henni, ég væri alveg til í að upplifa þessi ár aftur.

Comments:
laaaangbesti skólinn :)
til hamingju með duglegu dótturina
 
Takk. Ég reyndi að hafa sem minnst áhrif á þetta val hennar, en ég verð samt að viðurkenna að ég hef tekið hana með mér á Nemó-uppfærslunar undanfarin tvö ár.;)
 
Frábært að hún veit hvað hún vill og getur fengið það!
 
Ég held samt að það sé ekkert gulltryggt í þessum efnum. En vonandi getur hún farið í þann skóla sem hún vill.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?