Tuesday, January 22, 2008
Síðasta hetjan fallin
Ég skrifaði í vor um það að ég fylgdist með bloggi þriggja ungra kvenna sem ættu það sameiginlegt að vera að berjast við krabbamein. Allar áttu þessar konur ung börn. Ég dáðist að lífsorku og krafti þessara kvenna, hversu bjartsýnar þær voru þrátt fyrir að heyja þetta erfiða stríð. Í sumar létust tvær af þessum hetjum, með nokkuð stuttu millibili. Í gær féll svo síðasta hetjan í valinn. Hetja sem sagði eitt sinn að hún hefði gert samning við Almættið um að hún fengi að fylgjast með dóttur sinni vaxa úr grasi.
En svo varð ekki.
Ég veit að ég þekkti þessar konur ekki neitt, en samt flæktist ég inn í líf þeirra með því að fylgjast daglega með bloggi þeirra. Blessuð sé minning Ástu Lovísu, Hildar Sif og Þórdísar Tinnu. Megi þær hvíla í friði.
En svo varð ekki.
Ég veit að ég þekkti þessar konur ekki neitt, en samt flæktist ég inn í líf þeirra með því að fylgjast daglega með bloggi þeirra. Blessuð sé minning Ástu Lovísu, Hildar Sif og Þórdísar Tinnu. Megi þær hvíla í friði.
Comments:
<< Home
Æ já. Þetta er alltaf jafn sorglegt. Og á okkar litla landi skiptir ekki alltaf máli hvort maður þekkir fólkið eða ekki.
Æi já, ég sá að Þórdís Tinna er búin að kveðja líka. Ég kíkti líka reglulega líka inn á blogginn hjá þeim þremur, ferlega sorglegt. Mér fannst eins og ég þekkti þær þrjár orðið mjög vel.
Já, þetta er sorglegt. Erfitt að finna sanngirni í þessum heimi, þegar svona sterkar konur þurfa að deyja svona ungar.
Post a Comment
<< Home