Monday, January 14, 2008
Perrar á MSN
Sonur minn er á tíunda ári. Fyrir ca. mánuði síðan bað hann mig um að setja upp MSN hjá sér, svo þeir vinirnir gætu skipst á skilaboðum og myndum. Ég varð við þeirri ósk, en hef alltaf fylgst með honum og hans netnotkun almennt.
Síðasta föstudag, varð ég fyrir frekar ónotalegri lífsreynslu. Sonur minn hafði samband við mig í gegnum MSN (hann var heima, ég í vinnunni) og sagði mér að það væri maður að reyna að tala við sig, sem segðist hafa gaman af því að spjalla við litla stráka. Hann hafði óvart "addað" honum. Ég sagði honum að "blokka" manninn strax og eiga ekki frekari samskipti við hann. Sonur minn, sem er greinilega allt of saklaus sál, var hikandi við að gera það og sagðist ekki vilja særa tilfinningar viðkomandi. Sem betur fer var dóttirin heima og því sett í málið. Hún skrifaði nokkur vel valin orð til viðkomandi og "blokkaði" hann síðan. Þar sem við náðum ekki að vista neitt, þá er það eina sem við vitum um þennan aðila að hann hefur netfangið jkh@visir.is. Ég prufaði að gúgla því og það virðist vera virkt netfang. Ég veit hreinlega ekki hvort það er hægt að gera eitthvað í málinu, þegar ég hef ekki meira í höndunum. Ég fékk sendan lista yfir perra á MSN (fyrir löngu síðan), en fannst það svo ógeðslegt að ég hreinlega henti honum, svo ég veit ekki hvort þessi aðili er þekktur í því samfélagi.
Það ótrúlega er, að bara núna um helgina, reyndu tveir aðrir aðilar að setja sig í samband við son minn. Hann veit það núna að hann á ALDREI að "adda" neinum, nema hann þekki viðkomandi. Ég er hreinlega að spá í hvort ég eigi ekki að taka MSNið út hjá honum. Þetta samfélag býður greinilega upp á alls konar perrar geti vaðið þar um.
Síðasta föstudag, varð ég fyrir frekar ónotalegri lífsreynslu. Sonur minn hafði samband við mig í gegnum MSN (hann var heima, ég í vinnunni) og sagði mér að það væri maður að reyna að tala við sig, sem segðist hafa gaman af því að spjalla við litla stráka. Hann hafði óvart "addað" honum. Ég sagði honum að "blokka" manninn strax og eiga ekki frekari samskipti við hann. Sonur minn, sem er greinilega allt of saklaus sál, var hikandi við að gera það og sagðist ekki vilja særa tilfinningar viðkomandi. Sem betur fer var dóttirin heima og því sett í málið. Hún skrifaði nokkur vel valin orð til viðkomandi og "blokkaði" hann síðan. Þar sem við náðum ekki að vista neitt, þá er það eina sem við vitum um þennan aðila að hann hefur netfangið jkh@visir.is. Ég prufaði að gúgla því og það virðist vera virkt netfang. Ég veit hreinlega ekki hvort það er hægt að gera eitthvað í málinu, þegar ég hef ekki meira í höndunum. Ég fékk sendan lista yfir perra á MSN (fyrir löngu síðan), en fannst það svo ógeðslegt að ég hreinlega henti honum, svo ég veit ekki hvort þessi aðili er þekktur í því samfélagi.
Það ótrúlega er, að bara núna um helgina, reyndu tveir aðrir aðilar að setja sig í samband við son minn. Hann veit það núna að hann á ALDREI að "adda" neinum, nema hann þekki viðkomandi. Ég er hreinlega að spá í hvort ég eigi ekki að taka MSNið út hjá honum. Þetta samfélag býður greinilega upp á alls konar perrar geti vaðið þar um.
Comments:
<< Home
OJ!
Mín litla ,,addar" ekki sjálf - hún má það ekki og fer alveg eftir því. Stóri bróðir hennar (og hann er mjög meðvitaður um netöryggi) eða ég gerum það fyrir hana.
Mín litla ,,addar" ekki sjálf - hún má það ekki og fer alveg eftir því. Stóri bróðir hennar (og hann er mjög meðvitaður um netöryggi) eða ég gerum það fyrir hana.
Ég er búin að setja honum strangar reglur varðandi netið, sem ég vona að hann fari eftir. Vandamálið er bara að hann fer oft í tölvuna á meðan ég er í vinnunni.
minn litli var einmitt að biðja um msn - aaahhh nú er ég frekar efins.....en er ekki hægt að tala við einhverja hjá visi.is og athuga með þennan gaur?
Ojjj, þetta er ógeðslegt mál. Það er einmitt málið að strákarnir okkar eru auðvitað jafn varnalausir gagnvart svona eins og stelpurnar okkar. Vonandi biður strákurinn minn ekki um msn á næstunni!!! Þetta er svo flókinn heimur, þetta net.
Post a Comment
<< Home