Friday, January 25, 2008

 

Heima

Ég ákvað að fara að ráðleggingum lögreglunnar og vera heima. Hér í fjöllunum sást nefnilega ekkert út um gluggana í morgun, brjálað snjófok. Börnin voru ekki send í skólann, en það er ekkert útséð með hvort sonurinn fari í skólann á eftir, ef snjófokið lægir. Hann er nefnilega ekkert hress með að vera heima, vill helst ekki missa af skólanum.

Ég var ánægð með svörin sem ég fékk í skólanum í morgun. Ólíkt því sem gerðist í desember, þá var mér sagt að það væri verið að ráðleggja foreldrum að senda börnin ekki í skólann og að engar fjarvistir yrðu gefnar. Það auðveldaði mér ákvörðunina, því í desember voru einu svörin sem maður fékk að það yrði skóli (og þá hélt ég að börnin mín þyrftu að mæta).

Svo fylgjumst við bara með veðurspánni.

Comments:
Bjössi þetta er frábær síða mamma en samt eða ágætt
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?