Friday, January 25, 2008
Heima
Ég ákvað að fara að ráðleggingum lögreglunnar og vera heima. Hér í fjöllunum sást nefnilega ekkert út um gluggana í morgun, brjálað snjófok. Börnin voru ekki send í skólann, en það er ekkert útséð með hvort sonurinn fari í skólann á eftir, ef snjófokið lægir. Hann er nefnilega ekkert hress með að vera heima, vill helst ekki missa af skólanum.
Ég var ánægð með svörin sem ég fékk í skólanum í morgun. Ólíkt því sem gerðist í desember, þá var mér sagt að það væri verið að ráðleggja foreldrum að senda börnin ekki í skólann og að engar fjarvistir yrðu gefnar. Það auðveldaði mér ákvörðunina, því í desember voru einu svörin sem maður fékk að það yrði skóli (og þá hélt ég að börnin mín þyrftu að mæta).
Svo fylgjumst við bara með veðurspánni.
Ég var ánægð með svörin sem ég fékk í skólanum í morgun. Ólíkt því sem gerðist í desember, þá var mér sagt að það væri verið að ráðleggja foreldrum að senda börnin ekki í skólann og að engar fjarvistir yrðu gefnar. Það auðveldaði mér ákvörðunina, því í desember voru einu svörin sem maður fékk að það yrði skóli (og þá hélt ég að börnin mín þyrftu að mæta).
Svo fylgjumst við bara með veðurspánni.