Thursday, December 27, 2007

 

Skaflar

Þá er veturinn skollinn á okkur með tilheyrandi sköflum og snjókomu. Ég eyddi tveimur klukkutímum í gær, í að moka litla bílinn minn út úr skafli og gera hann kláran fyrir vinnuna í dag. Ég bölvaði snjónum mikið meðan ég var að moka, en mikið hafði maður nú gott af smá puði. Ég hugsaði líka mikið á meðan ég mokaði og komst að tvennu: 1. Ég ætti kannski að kaupa mér bíl sem hentar betur í skafla-akstur og 2. Ég þoli ekki snjó.

Kannski er of langt gengið að segja að ég hati snjó. Ég vill bara ekki hafa hann neins staðar þar sem ég þarf að keyra.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?