Saturday, December 22, 2007

 

Jólin eru að koma

Mikið verður maður nú alltaf upptekin svona rétt fyrir jólin. Það er alveg sama hvað ég reyni, alltaf er eitthvað á síðustu stundu. Ekki misskilja mig, ég er ekkert að stressa mig neitt, en það er samt alltaf nóg sem ég á eftir að gera.

Ég er nú samt langt komin þetta árið. Ég er td. búin að kaupa allar jólagjafir, nema handa syninum. Hans óskalisti var eitthvað svo tómlegur þetta árið að þegar allir ættingjarnir vou búnir að nota hann, var mjög lítið eftir. Ég verð því að fá einhverjar brilliant hugmyndir, núna á næstu sólarhringunum. Ég hef að vísu lengri frest því börnin eru ekki heima yfir jólin. Þau eru hjá föður sínum. Ekki nóg með það, heldur eru þau í öðru landi. Þau ætla að eyða jólunum í Kaupmannahöfn.

Það er því frekar tómlegt á heimilinu. Ég er ein heima með kettinum og svo erum við litla dverghamsturinn hans sonar míns, hann Billa, í pössun. Ég þurfti að loka hann inni í herberginu hjá syni mínum, því kisa er alveg æst í að hitta hann. Ég læsti því meira að segja til öryggis, því maður veit aldrei hvað kisur geta gert í hita leiksins.

En ég er langt frá því að vera ein. Ég ætla að eyða jólunum með fjölskyldunni, þar sem ég hef tvö frændsystkini til að knúsa. Það verður sko ekki leiðinlegt.

Comments:
Gleðileg jól, kæra Veiga.
 
Takk, sömuleiðis.
 
Síðbúnar (en engu að síður innilegar) óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!
 
Takk sömuleiðis, eigum við ekki að segja betra seint en aldrei
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?