Friday, December 28, 2007
Glæný frænka komin í heiminn
Já ég veit, ég er óvenjudugleg að blogga þessa dagana, enda mikið að gerast. Ég eignaðist glænýja frænku á annan í jólum. Ég á jafnmikið í henni og þeirri sem er alveg að verða tveggja mánaða, en í þetta skiptið ber ég titilinn "föðursystir". Hlakka mikið til að fá að sjá hana, þó ég viti ekki alveg hvenær það verður.
Börnin mín koma heim á morgun. Ég get ekki beðið eftir að fá að knúsa þau og ætla að leggja á mig langferð til Keflavíkur, til að sækja þau. Það er búið að vera mjög gaman hjá þeim í Kaupmannahöfn, en sonur minn lýsti því samt yfir í gærkvöldi að hann væri mömmustrákur. Hann kann alveg að bræða móður sína þessi elska.
Á sunnudaginn verður síðan nafnaveisla, en þá á litla frænka (sú eldri) að fá nafn. Það er ekki síður spennandi.
Börnin mín koma heim á morgun. Ég get ekki beðið eftir að fá að knúsa þau og ætla að leggja á mig langferð til Keflavíkur, til að sækja þau. Það er búið að vera mjög gaman hjá þeim í Kaupmannahöfn, en sonur minn lýsti því samt yfir í gærkvöldi að hann væri mömmustrákur. Hann kann alveg að bræða móður sína þessi elska.
Á sunnudaginn verður síðan nafnaveisla, en þá á litla frænka (sú eldri) að fá nafn. Það er ekki síður spennandi.