Monday, December 03, 2007

 

Erilsöm helgi

Síðasta helgi var óvenju erilsöm hjá mér. Föstudagurinn byrjaði með tvöföldu jólahlaðborði og heimsókn á Thorvaldsen.

Á laugardeginum var verslað og farið með soninn í Nexus að kíkja á Transformers dót. Ég kom afgreiðslumanninum á óvart með þekkingu minni á öllum þessum mismunandi köllum, en hei, maður verður nú að fylgjast með. Um kvöldið kom svo lítil sæt prinsessa í pössun til Veigu frænku. Hún var svo ljúf og góð að það reyndist lítið mál að hafa hana í pössun. Ég sagði við dótturina að það væri áríðandi að tækist vel til, því þá yrðum við nefnilega kannski beðnar aftur.;)

Á sunnudeginum var sonurinn á fleygiferð á jólaballi og í afmælum og svo enduðum við í sveitasælunni í Dalnum. Þar var verið að halda afmæli og ekki leiðinlegt að fá knúsa litlu frænku aftur. Hún er alger gullmoli og maður fær bara ekki nóg af því að dást af henni.


Comments:
váh svo ertu að segja að ég hafi mikið að gera!!!!
bjútífúl litla frænkan :)
knúsar og kossar
 
hehe þessi helgi var alveg sérstaklega erilsöm, þær eru yfirleitt ekki svona hjá mér. Litla frænka er krútt, hún er oftast svo alvörugefin á svipinn, eins og hún sé í þungum þönkum.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?