Friday, December 14, 2007
Brjálað veður, brjálaður skóli
Ég var svolítið tvístígandi í morgun, þegar ég leit út um gluggann. Það var svo hvasst úti, að ég velti því fyrir mér hvort það yrði nokkuð skóli hjá börnunum. Ég ákvað því að hafa samband við báða skólana og athuga málið og þá var mér sagt að það yrði skóli í dag. Ég dreif börnin því á fætur og út í rokið. Sonur minn þurfti fylgd upp að dyrum, því annars hefði hann sjálfsagt fokið.
Svo kem ég í vinnuna og það fyrsta sem blasir við mér á mbl.is, er að lögreglan sé að mælast til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í dag. Það fauk nú heldur betur í mig. Hvers vegna eru skólar í Kópavogi að rembast við að hafa skóla í dag, þegar lögreglan er að mælast til að börn mæti ekki. Ég er eiginlega með samviskubit yfir því að hafa bara ekki tekið þá ákvörðun sjálf, að senda börnin mín ekki í skólann. Ég hélt bara að málið væri þannig að ef skólinn væri með skólahald, þá yrðu börnin að mæta.
Ég er bara greinilega allt of hlýðin.
Svo kem ég í vinnuna og það fyrsta sem blasir við mér á mbl.is, er að lögreglan sé að mælast til þess að foreldrar haldi börnum sínum heima í dag. Það fauk nú heldur betur í mig. Hvers vegna eru skólar í Kópavogi að rembast við að hafa skóla í dag, þegar lögreglan er að mælast til að börn mæti ekki. Ég er eiginlega með samviskubit yfir því að hafa bara ekki tekið þá ákvörðun sjálf, að senda börnin mín ekki í skólann. Ég hélt bara að málið væri þannig að ef skólinn væri með skólahald, þá yrðu börnin að mæta.
Ég er bara greinilega allt of hlýðin.
Comments:
<< Home
ég treysti mér nú bara ekki sjálf á litla bílnum upp í hæðirnar að kenna og þegar ég hringdi í vinnuna til að láta vita að ég væri að mana mig upp í að mæta - þá var mér skipað að vera heima - en samt fyndið í skólanum hjá þeim tveimur yngri var skráð LEYFI í allan dag af því ég hringdi - en hinir sem var náð í fengu ekkert í sína ástundun - skondið það ;)
Post a Comment
<< Home