Thursday, November 01, 2007

 

Ammæli

Í gær átti sonurinn afmæli. Hann varð níu ára þessi elska. Hann stækkar bara allt of hratt (eins og systir hans). Það var annar í afmæli í gær, fyrsta veislan var hjá pabba hans um síðustu helgi. Hann fékk alveg að stjórna því hvernig afmælið yrði og hann var nú bara frekar hógvær.

Hann bauð sjö vinum (og vinkonum) í leiki, pizzu, köku og svo var horft á Transformers á DVD. Nei, hún var ekki ólögleg, heldur keypti amma hana í Ameríkunni. Það er stundum gott að eiga ömmu sem getur verslað afmælisgjafir í útlöndum. Krakkarnir voru stilltir og kurteisir en óneitanlega fylgir smá hávaði þegar krakkar á þessum aldri koma saman. Sonurinn var sæll og glaður með afmælið og sofnaði sáttur í gærkvöldi.

Á sunnudaginn verður svo líklega þriðji í afmæli, en þá ætlar nánasta fjölskylda að mæta í kínaveislu. Þá verður leystur út vinningurinn frá Nings sem ég vann í sumar. Mér hefur að vísu verið bent á að ef þessi vinningur er jafn "glæsilegur" og utanlandsferðin, þá verða þetta sjálfsagt bara grjón og sojasósa.

Comments:
Til hamingju með drenginn!
 
Innilega til hamingju með litlu fræknuna og soninn :)
 
Takk, takk. Hún mætti í afmælið í gær, fyrsta veislan hennar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?