Wednesday, October 17, 2007

 

Samræmd próf

Sonur minn er að fara á límingunum þessa dagana. Ástæðan er að hann er að fara í samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Hann er í 4. bekk og hefur því aldrei farið í nein stór próf áður. Ég veit ekki hvort hann er sérstaklega slæmt tilfelli, þar sem hann er með ADHD og höndlar illa breytingar, eða hvort þetta sé þekkt vandamál á öðrum heimilum. Breytingarnar eru svo augljósar, hann er skapmikill og það er stutt í grát. Þar að auki talar hann um prófin eins og heimsendir sé í nánd. Ég veit ekki hvort þetta er eitthvað andrúmsloft sem myndast í skólanum, því ég tala alltaf um þessi próf eins og þetta sé ekkert stórmál.

Ég er persónulega ósátt við að setja níu ára gömul börn í svona strembin próf. Próftíminn er allt of langur fyrir svona ungan aldur. Ég prentaði út gamalt stærðfræði próf, það fyrra er 8 blaðsíður og það seinna 12 blaðsíður. Mér hefði fundist nóg að láta þau taka annan hlutann af prófinu, þ.e. vera helmingi styttri tíma en 7.bekkur. Það hlýtur að vera hægt að prófa getu svona ungra barna á styttri tíma.

Comments:
Ég er alveg sammála og var einmitt að ræða þetta við góðar konur um helgina. Mér finnst þessi samræmdu próf fyrir ung börn algjör óþarfi og skil ekki þörfina fyrir þau. Veit að það eru margir kennarar sammála því.
 
Algerlega sammála. Þetta form hentar sérlega illa fyrir börn með ADHD - en það er líka slæmt fyrir ,,venjuleg" börn sem er lítil í sér, kvíðin, pínu seinþroska - listinn er mjög langur...
 
ég mæli með því að allir sendi menntamálaráðherranum bréf og mótmæli þessum prófum
þetta er algjört rugl
sonur minn í 7.bekk er að fara í prófin og við lítum á þetta sem könnun og spennandi verkefni og neitum að taka þátt í undirbúningi á nokkurn hátt :)
kv. kennarinn
 
úps átti að vera e hehe
 
Hann var alveg miður sín þegar hann kom heim úr skólanum í gær. Þau höfðu farið yfir stærðfræðipróf sem þau tóku til prufu og þegar hann sá hvað hann var með margar villur, féllust honum hendur og hann brast í grát. Taugarnar alveg búnar greinilega. Það var bara til að gera illt verra, því núna er hann svo hræddur um að honum verði strítt á því. ARGGGGGG!!!!!
 
Vá, þá er sko eitthvað fyrir mig til að kvíða fyrir næsta vetur, sé ekki son minn með ADHD, heldur fara í eitthvað brjálað samræmt próf... algjört rugl.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?