Tuesday, October 16, 2007

 

Hvenær kemur veturinn?

Ég verð alltaf örlítið kvíðin á þessum tíma árs. Ástæðan er sú að ég er skíthrædd um að það fari að frjósa og komi hálka, áður en ég er búin að setja bílinn á vetrardekkin. Þar sem ég er á nagladekkjum, má ég ekki setja dekkin undir fyrr en 1. nóvember og ég vil helst ekki gera það of snemma. Þess vegna vakna ég þessa dagana og byrja á því að kíkja út um gluggann með smá hnút í maganum.

Ég held að ástæðan fyrir kvíðanum hljóti að vera sú að fyrir 10 árum síðan lenti ég í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu, að lenda í árekstri. Þann vetur hafði byrjað að frjósa áður en tími nagladekkjanna var byrjaður og ég því ennþá á sumardekkjum. Ég get ekki sagt að ég muni mikið eftir árekstrinum, sem var frekar harður. Ég rankaði við mér í sjúkrabíl og það fyrsta sem ég sagði var “Keyrði ég á?”

Comments:
ooohh ég er svo spennt yfir "bara fyrir vini" blogginu - hlakka til að lesa og lesa og lesa og lesa - öööh af því ég lít á mig sem vin sko thihi
þú kannski hendir í mig lykilorðinu þegar þú mátt vera að :)
knúsar
 
Ekki vandamálið. Þá geturðu sko fylgst með
 
Þú mátt senda mér líka lykilorðið takk mig langar mikið til að fylgjast með þesssssum málum :)
kv,
Anna D.
 
Alveg sjálfsagt Anna mín.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?