Tuesday, October 09, 2007
Hjá læknirinum
Ég hef alltaf verið frekar viðkvæm í maga. Allar tilfinningar endurspeglast í maganum á mér og þar að auki versnar hann þegar það er mikið álag á mér. Þegar ég var hætt að geta mætt í vinnu, ákvað ég að nú væri tími til að fara að hitta lækninn minn. Og þar sem ég var hvort eð er á leið til hans til að láta mæla blóðþrýsting, þá sló ég tvær flugur í einu höggi.
Ég var snarlega sett á lyf við magabólgunum og sagt að málið yrði endurskoðað ef þetta lagaðist ekki. Þá fer ég líklegast í magaspeglun. EN góðu fréttirnar voru þær að blóðþrýstingurinn er þokkalegur. Hann er í efri normal mörkunum, en ekki ástæða til lyfjagjafar. Hann á svo að endurskoðast í desember, því hann gæti lækkað ef ég er dugleg að mæta í ræktina. Ég á svo líka að hafa samband um miðjan nóvember, því þá verð ég send í kólesteról tékk.
Ekkert merkileg færsla, frekar en aðra daga, en þar sem ég er orðin svo kölkuð held ég utan um hlutina á blogginu.
Ég var snarlega sett á lyf við magabólgunum og sagt að málið yrði endurskoðað ef þetta lagaðist ekki. Þá fer ég líklegast í magaspeglun. EN góðu fréttirnar voru þær að blóðþrýstingurinn er þokkalegur. Hann er í efri normal mörkunum, en ekki ástæða til lyfjagjafar. Hann á svo að endurskoðast í desember, því hann gæti lækkað ef ég er dugleg að mæta í ræktina. Ég á svo líka að hafa samband um miðjan nóvember, því þá verð ég send í kólesteról tékk.
Ekkert merkileg færsla, frekar en aðra daga, en þar sem ég er orðin svo kölkuð held ég utan um hlutina á blogginu.
Comments:
<< Home
Blóðþrýstingurinn hjá mér var alltaf lágur, en svo var hann allt í einu orðinn í hærri mörkunum á normal. Ég breytti um mataræði, léttist um 6 kíló og hann lækkaði alveg um 20-30 stig og er nú vel innan marka.
Þannig að það þarf oft ekkert mikið til að lækka blóðþrýstinginn svo um munar.
Þannig að það þarf oft ekkert mikið til að lækka blóðþrýstinginn svo um munar.
Ég er vongóð um að ég nái honum aðeins niður með reglulegri hreyfingu.
Rosalega ert þú dugleg, heil sex kíló!
Post a Comment
Rosalega ert þú dugleg, heil sex kíló!
<< Home