Thursday, October 11, 2007
Góðra vina fundur
Ég fór út að borða í hádeginu með hóp af skemmtilegum konum. Það var mikið skrafað og mikið hlegið. Ég fékk margar góðar hugmyndir, sem ég ætla ekkert að fara nánar út í hérna. Við fórum á mjög góðan matsölustað sem heitir Gló og sérhæfir sig í hollum mat. Mæli með honum.
Á morgun verður síðan Reunion hjá gamla gagnfræðaskólaárgangnum mínum. Það eru orðin heil 25 ár síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla. Heil 25 ár. Ég get ekki verið orðin svo gömul. Það verður gaman að hitta allt hitt gamla fólkið. Suma hef ég ekki séð síðan ég var rúmlega 16 ára ung. Það verður spennandi að hitta gamla vini og heyra hvað fólk hefur verið að bardúsa síðan síðast.
Á morgun verður síðan Reunion hjá gamla gagnfræðaskólaárgangnum mínum. Það eru orðin heil 25 ár síðan ég útskrifaðist úr grunnskóla. Heil 25 ár. Ég get ekki verið orðin svo gömul. Það verður gaman að hitta allt hitt gamla fólkið. Suma hef ég ekki séð síðan ég var rúmlega 16 ára ung. Það verður spennandi að hitta gamla vini og heyra hvað fólk hefur verið að bardúsa síðan síðast.