Monday, October 22, 2007

 

Ergelsi dagsins

Það getur verið þrautinni þyngri að eiga viðskipti við Landspítalann við Hringbraut. Þrautin felst aðallega í því að finna bílastæði. Þó að það séu fullt af bílastæðum við þann ágæta spítala, eru þau alltaf stöppuð. Bílum er hreinlega lagt út um allt, upp á alla kanta og jafnvel á miðjum akreinum, svo það getur stundum reynst hið mesta völundarhús að keyra þar í gegn.

Þetta getur verið sérstaklega slæmt þegar maður þarf að fylgja gamalli fótalúinni ömmu í blóðrannsókn. Eina lausnin er að byrja á því að keyra hana upp að dyrum, fá lánaðan hjólastól og láta hana svo bíða í andyrinu meðan maður fínkembir svæðið í leit að bílastæði. Þetta er síðan endurtekið þegar maður yfirgefur svæðið.

Ég veit hreinlega ekki hvernig væri hægt að leysa þetta vandamál. Ein hugmynd væri að láta starfsfólkið leggja lengra frá og bjóða svo upp á hópferðir upp að spítala, svona svipað og þeir gera í stóru skemmtigörðunum í Ameríkunni. Þá væri bara rúta á rúntinum fram og til baka, sérstaklega í kringum vaktaskipti. Hmm hvar þessi bílastæði ættu svo að vera, væri svo aftur á móti annar höfuverkur.

Comments:
Á ekki að leysa þetta þegar nýji spítalinn verður byggður? Hvenær sem það verður er svo önnur spurning....
 
Þetta fynnst mér nú vera frekar viðkvæmt mál Veiga mín. Ég svaraði þessu ítarlegra inn á "bara fyrir vini" ertu til í að fara þangað.

kv,
Anna D.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?