Sunday, October 28, 2007

 

Aumingja kisa

Það er yfirleitt mjög einfalt og auðvelt líf að vera kisa. Einu sinni á ári þarf hún samt að leggja á sig erfitt ferðalag. Það er þegar hún þarf að fara í sprautu til dýralæknisins. Þar sem hún er ekki sátt við að ferðast í bíl er hún sett í búr. Það þarf hreinilega að troða henni í búrið, því ekki fer hún þangað inn sjálfviljug. Síðan skelfur hún af hræðslu, alla leiðina til dýralæknisins. Þegar þangað er komið og henni hleypt úr búri, reynir hún yfirleitt að flýja. Að lokum, eftir sprautuna tekur við önnur ferð í bíl sem er jafn löng.

Þessi ferð var sérstaklega slæm. Hún reyndi eins og hún gat að ýta með hausnum, í hurðina á búrinu, til að sleppa út. Tók svo upp á því að krafsa í búrið, svona eins og hún væri að reyna að grafa sig út úr búrinu. Að lokum varð hræðslan svo mikil að hún pissaði í búrið. Aumingja kisa var alveg búin á því þegar við komum heim, skreið út úr búrinu og lagðist flöt á gólfið.

Við erum strax farnar að kvíða fyrir ferðinni á næsta ári.

Comments:
Eins gott að þetta er ekki oftar!
 
Hún þarf að vísu að fara fljótlega aftur, af því að það þarf að hreinsa tannstein.

EN hún jafnar sig fljótlega og fær rækjur í verðlaun
 
Já, það er nú ekki efst á vinsældarlistanum hjá þessum greyjum. En ég veit að hann Pétur minn(kötturinn) myndi miklu frekar fara einu sinni á dag til dýralæknis (dýralæknirinn er í þar næsta húsi) heldur að þola aftur meðferðina sem hann fékk um helgina. En þannig er að strákurinn minn eldri (7ára) helt upp á afmælið sitt á laugard. fyrir fjölsk. og fékk það sem er brennandiheitt á markaðnum í dag úr toys´r´us "TATTUVÉL"!
Ég sat hin rólegasta og var að spjalla við gestina þegar ein lítil frænka mín kom og sagði að strákarnir væru að mála kisuna mína brrr. Ég þaut inn í herbergi og þar sátu bræður við litla borðið sitt og máluðu kisu stoltir! Ég reif af þeim kisuna,ekki glöð, og maður minn ég er nú búin að eiga kött síðan ég var 5 og ég hef aldrei tekið upp hræddari kött :( Þeim fannst þetta vera "cool" hjá þeim og töluðu um að það væri allt annað að sjá kisu núna með rautt nef og aðeins svona blátt fyrir ofan. Hvað getur móðir gert í svona aðstöðu? þeim fannst bara meira en sjálfsagt að leyfa kisu að njóta gjafanna með sér..........ég þakka fyrir að Trausti slapp (hundurinn) hann var kannski næstur í röðinni hver veit..........kv,Anna D.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?