Monday, September 10, 2007
Prince tónleikar í O2
"Dearly beloved, we are gathered here today, to get through this thing called life". Þannig opnaði Prince tónleikana, við gífurleg fagnaðarlæti áhorfenda. Ég þurfti ekki að heyra nema hljóminn í byrjun lagsins til að fatta hvaða lag var fyrst. Eftir stuttan kafla, renndi Prince beint í 1999, sem hann tók í fullri lengd. Prince var kraftmikill á sviði og sitt hvoru meginn við hann stóðu "the twinz", tvær lögulegar stúlkur sem dönsuðu og hristu sig af krafti. Eftir 1999 tók hann eitt af mínum uppáhaldslögum Take me with U, og ég söng hástöfum með. Ég er ekki frá því að dóttirin hafi fílað það lag. Eftir það fylgdu lögin Cream, U got the look og Musicology. Allt lög sem ég þekkti vel og gat sungið með (dóttirinni til mikillar ánægju). Þar á eftir byrjaði hann á gítarsólóið úr The question of U, en tók ekki lagið heldur breytti yfir í The One. Inn í það lag fléttaði hann flutning á Falling með Aliciu Keys (?), sem kom vel út. Eftir þetta tók saxafónleikari við og flutti mjög flott sóló, þar sem hann tók svo langar nótur að maður velti því fyrir sér hvort maðurinn þyrfti ekki örugglega að anda.
Eftir þennan flutning skipti hann yfir á hljómborð og byrjaði á The Morning Papers. Þar á eftir tók hann hvern stóran smellinn á fætur öðrum: Diamonds and Pearls, The Beautiful Ones, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum, Insatiable, Little Red Corvette og endaði á Sometimes it snows in April. Eftir þetta sett, skipti hann aftur yfir í fulla hljómsveit með dönsurum og tók lög á borð við: If I was your girlfriend, Black Sweat, Kiss og endaði á langri útgáfu af Purple Rain, þar sem áhorfendur tóku vel undir. Eftir það lag kvaddi hann og fór. Ég held að hann hafi ekki verið nógu ánægður með undirtektir.
Þegar hann gekk af sviði, varð allt vitlaust í höllinni. Áhorfendur öskruðu, klöppuðu og stöppuðu. Prince lét bíða smá stund eftir sér,birtist svo aftur og tók lögin I feel for you sem Chaka Khan gerði vinsælt ,renndi svo beint í Controversy en síðan tók bakraddarsöngkona við og söng lagið Crazy með Gnarls Barkley og þá fór nú að færast líf í dótturina. Prince gekk um sviðið í blikkskóm, svipuðum og krakkar eru voða hrifnir af. Hann endaði svo á laginu Nothing compares 2 U. Aftur fór Prince af sviði og allt varð vitlaust. Núna lét hann bíða aðeins lengur eftir sér, en ég vissi að hann kæmi aftur því ljós voru ekki kveikt í höllinni. Að lokum kom hann á sviðið og tók sóló á hljómborð. Hann tók kafla úr Sign of the times, When Doves Cry, Pop life, Alphabet Street, Erotic City, DMSR, Nasty Girl, I wanna be your lover og endaði svo á Rasberry Beret. Og ég söng að sjálfsögðu hástöfum með. Eftir það sagði hann "thank you, good nite" og hvarf endanlega af sviði.
Í þessu setti lék hann á alls oddi, byrjaði td. á Pop Life og stoppaði svo og sagði "No thats to funky for you" og byrjaði að ganga af sviði til að stríða áhorfendum. Hann var að sjálfsögðu öskraður til baka". Hann sagði nokkrum sinnum "I dont know what to play. So many Hits", bauð áhorfendum að velja hvað hann ætti að spila næst og breytti textanum í Little Red Corvette, sagði "it was Saturday night...or Thursday" og í Kiss breytti hann "you dont have to watch Dynasty í Big Brother". Uppáhaldið mitt var samt að í lok Rasberry Beret, þegar hann sagði "I think I love her" bætti hann við "I love you too" svo ógurlega sætt eitthvað. Það er hægt að sjá brot úr því hérna http://www.youtube.com/watch?v=kNFVZacLUMU
Prince var í fínu formi. Hann stjórnaði fjöldasöng, talaði við áhorfendur og gekk um allt sviðið. Hann sagði "London, this is my house. I dont care who was here before, I dont care who comes after, this is myhouse. Svo sagðist hann geta haldið 52 tónleika í stað 21 og að ef hann ætti að spila öll lögin, þá yrðum við að til morguns (sem var vel tekið undir).
Ég var í þvílíku rússi eftir tónleikana og gekk út með risastórt bros á andlitinu. Við fengum okkur einn bjór eftir tónleika og svo var haldið heim á hótel. Við Friðrik sungum aðeins í lestinni, þó aðallega Friðrik sem er mikill Prince aðdáandi. "RAAASBEERRYY BERET" hljómaði um alla lest. Ég sofnaði örþreytt, en dreymdi alla nóttina að ég væri ennþá á tónleikum.
Eftir þennan flutning skipti hann yfir á hljómborð og byrjaði á The Morning Papers. Þar á eftir tók hann hvern stóran smellinn á fætur öðrum: Diamonds and Pearls, The Beautiful Ones, sem er eitt af mínum uppáhaldslögum, Insatiable, Little Red Corvette og endaði á Sometimes it snows in April. Eftir þetta sett, skipti hann aftur yfir í fulla hljómsveit með dönsurum og tók lög á borð við: If I was your girlfriend, Black Sweat, Kiss og endaði á langri útgáfu af Purple Rain, þar sem áhorfendur tóku vel undir. Eftir það lag kvaddi hann og fór. Ég held að hann hafi ekki verið nógu ánægður með undirtektir.
Þegar hann gekk af sviði, varð allt vitlaust í höllinni. Áhorfendur öskruðu, klöppuðu og stöppuðu. Prince lét bíða smá stund eftir sér,birtist svo aftur og tók lögin I feel for you sem Chaka Khan gerði vinsælt ,renndi svo beint í Controversy en síðan tók bakraddarsöngkona við og söng lagið Crazy með Gnarls Barkley og þá fór nú að færast líf í dótturina. Prince gekk um sviðið í blikkskóm, svipuðum og krakkar eru voða hrifnir af. Hann endaði svo á laginu Nothing compares 2 U. Aftur fór Prince af sviði og allt varð vitlaust. Núna lét hann bíða aðeins lengur eftir sér, en ég vissi að hann kæmi aftur því ljós voru ekki kveikt í höllinni. Að lokum kom hann á sviðið og tók sóló á hljómborð. Hann tók kafla úr Sign of the times, When Doves Cry, Pop life, Alphabet Street, Erotic City, DMSR, Nasty Girl, I wanna be your lover og endaði svo á Rasberry Beret. Og ég söng að sjálfsögðu hástöfum með. Eftir það sagði hann "thank you, good nite" og hvarf endanlega af sviði.
Í þessu setti lék hann á alls oddi, byrjaði td. á Pop Life og stoppaði svo og sagði "No thats to funky for you" og byrjaði að ganga af sviði til að stríða áhorfendum. Hann var að sjálfsögðu öskraður til baka". Hann sagði nokkrum sinnum "I dont know what to play. So many Hits", bauð áhorfendum að velja hvað hann ætti að spila næst og breytti textanum í Little Red Corvette, sagði "it was Saturday night...or Thursday" og í Kiss breytti hann "you dont have to watch Dynasty í Big Brother". Uppáhaldið mitt var samt að í lok Rasberry Beret, þegar hann sagði "I think I love her" bætti hann við "I love you too" svo ógurlega sætt eitthvað. Það er hægt að sjá brot úr því hérna http://www.youtube.com/watch?v=kNFVZacLUMU
Prince var í fínu formi. Hann stjórnaði fjöldasöng, talaði við áhorfendur og gekk um allt sviðið. Hann sagði "London, this is my house. I dont care who was here before, I dont care who comes after, this is myhouse. Svo sagðist hann geta haldið 52 tónleika í stað 21 og að ef hann ætti að spila öll lögin, þá yrðum við að til morguns (sem var vel tekið undir).
Ég var í þvílíku rússi eftir tónleikana og gekk út með risastórt bros á andlitinu. Við fengum okkur einn bjór eftir tónleika og svo var haldið heim á hótel. Við Friðrik sungum aðeins í lestinni, þó aðallega Friðrik sem er mikill Prince aðdáandi. "RAAASBEERRYY BERET" hljómaði um alla lest. Ég sofnaði örþreytt, en dreymdi alla nóttina að ég væri ennþá á tónleikum.