Wednesday, September 05, 2007

 

Prince tónleikar á morgun

Ég er búin að kaupa miða á Prince tónleikana á morgun. Ég náði að bjóða í miða á ebay og vann. Þetta eru mjög góðir miðar, á neðra svæði fyrir framan sviðið. Ég borgaði 35pundum meira fyrir miðana, en ég er viss um að það er þess virði.

Þetta er alveg ótrúlegt, fyrst Duran Duran og núna Prince.

Núna þarf ég bara að finna mér eitthvað fjólublátt. Það stendur á miðunum "wear something purple".

Comments:
Purple rain, purple rain...
Góða skemmtun!
 
FRÁBÆRT, ég sagði þér að Secret virkar :) Góða skemmtun báðar tvær.
Það verður gaman að lesa ferðasöguna.
 
Takk, takk. Þetta gæti ekki verið betra.
 
ég á endalaust mikið af fjólubláu :D Skó, jakka, töskur, klúta, fullt af skartgripum. Fjólublátt rokkar!

(mátt fá lánað, ef þú vilt...)

og klikkað góða skemmtun! Yeah...
 
úúú...en spennó! Góða ferð og skemmtun. Bið að heilsa prinsinum
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?