Monday, September 10, 2007
Fyrsti dagur
Við vorum fremur svefndrukknar, mæðgurnar, þegar við lögðum af stað í ævintýraferðina um kl. 5 á fimmtudagsmorgni. Þegar við vorum búnar að tékka okkur inn, borðuðum við morgunmat í rólegheitunum og rétt kíktum í Fríhöfnina. Dóttirin náði að sofa af sér næstum alla flugferðina, þrátt fyrir hávaðasama Íslendinga sem voru að ferðast "upp á gamla mátann".
Þegar við komum til London, tókum við hraðlest upp á Paddington lestarstöðina. Þar rak dóttirin augun í Starbucks og þar sem hún var ennþá undir amerískum áhrifum varð að koma þar við og fá sér "tall caramel frappuchino". Síðan var tekinn leigubíll upp á hótel. Hótelherbergið var ágætt, hreinlegt og svona í miðjuklassa. Við tókum upp úr töskum og hringdum síðan í samferðafólkið okkar. Það var ákveðið að hittast í lobbíi um sexleytið til að leggja af stað á tónleikana. Dóttirin var orðin óþreyjufull að komast aðeins út og skoða sig um, svo við tókum smá göngu um nánasta umhverfi. Fórum niður í Notting Hill, en þar var enginn markaður þann daginn.
Klukkan sex var svo haldið af stað til Millenium dome. Höllin var rosalega flott, ný og glæsileg. Það var ekkert mál að finna sæti, sem reyndust vera á mjög góðum stað og síðan var beðið eftir að Prinsinn stigi á svið.
Þegar við komum til London, tókum við hraðlest upp á Paddington lestarstöðina. Þar rak dóttirin augun í Starbucks og þar sem hún var ennþá undir amerískum áhrifum varð að koma þar við og fá sér "tall caramel frappuchino". Síðan var tekinn leigubíll upp á hótel. Hótelherbergið var ágætt, hreinlegt og svona í miðjuklassa. Við tókum upp úr töskum og hringdum síðan í samferðafólkið okkar. Það var ákveðið að hittast í lobbíi um sexleytið til að leggja af stað á tónleikana. Dóttirin var orðin óþreyjufull að komast aðeins út og skoða sig um, svo við tókum smá göngu um nánasta umhverfi. Fórum niður í Notting Hill, en þar var enginn markaður þann daginn.
Klukkan sex var svo haldið af stað til Millenium dome. Höllin var rosalega flott, ný og glæsileg. Það var ekkert mál að finna sæti, sem reyndust vera á mjög góðum stað og síðan var beðið eftir að Prinsinn stigi á svið.