Tuesday, September 11, 2007
Dagur tvö
Við mæðgurnar mættum um tíuleytið í morgunmatinn. Það var ekki hægt að setja út á hlaðborðið, fullt af girnilegum mat til að smakka. Eftir morgunmat og smá snyrtingu var haldið af stað í Covent Garden. Upprunaleg plön um að hitta netvinkonu mína fóru út um þúfur, svo við létum okkur nægja að kíkja í Carhartt og Diesel búð og svo keyptum við skó í M&S. Eftir Covent Garden var kortið tekið upp og stefnan tekin á Oxford Street. Gamla konan þurfti að kaupa sér þægilega crocs skó, því stærðar blaðra var að myndast á vinstri ilinni. Eftir skóskipti var ég fullfær í heilmikið þramm. Við röltum Oxford stræti alveg niður að Oxford Circus, með stoppi í nokkrum tuskubúðum fyrir dótturina. Þegar við komum niður á Oxford Circus, sáum við að klukkan var að nálgast fimm þrjátíu og því ekki seinna vænna að halda heim á hótel og gera sig klárar fyrir kvöldverðinn.
Klukkan rúmlega sjö, var komið á Hakkasan, eftir krókaleiðir í leigubíl. Hakkasan virkar mjög óspennandi að utan, en þegar við vorum komin niður stigann og fram hjá andyrinu, blasti við nútímalegur og hávær veitingastaður. Þjónustan var frábær, frá því að við settumst niður og dótturinni fannst mjög spennandi að láta stjana við sig (enda ekki vön því). Fyrstu réttirnir sem við fengum voru forréttir, salat með crispy önd og dim sum. Öndin var mjög góð, dim sum var forvitnilegt (hef ekki smakkað þannig áður). Með þessu var drukkið öndvegis hvítvín. Eftir forréttina komu fimm aðalréttir, þorskur (sem var mjög bragðmikill), steiktir kryddlegnir sveppir (3 tegundir), kjúklingur í sósu sem var örlítið sæt, lambarifjur (hét samt lambchops) og humar í kryddlegi. Allir réttirnir voru ótrúlega góðir, fyrir utan þorskinn sem mér fannst fullmikið "fiskbragð" af. Með þessu fengum við líka mjög gott grænmeti. Hvítvínsglasið var fyllt reglulega og áður en við vissum af vorum við búin með þrjár flöskur (sjö manns). Eftir aðalréttina var komið með eftirréttina og þeir voru ekkert síður góðir. Ég leyfði dótturinni að sjá að mestu um eftirréttina og ákvað að skella mér á einn Mojito, eftir meðmæli frá Sigga. Ég sá ekki eftir því, besti Mojito sem ég hef smakkað. Ég mæli með ferð á Hakkasan og endilega að kíkja á klósettin, ef þið getið fundið þau. Þau eru nefnilega hálf falin inn í vegg.
Eftir Hakkasan lá leið niður í Soho hverfið. Við gengum í gengum Kínahliðið og settumst inn á nokkra pöbba. Stemmningin var góð og allir í fínu formi. Eftir pöbbarölt var tekin síðasta lest heim á hótel. Í lestinni hittum við mann með hvítvínsflösku, sem var alls ekki til í að deila henni með okkur þrátt fyrir tilmæli frá Sigga. Hann fattaði nefnilega ekki djókið í okkur. "Excellent Choice".
Klukkan rúmlega sjö, var komið á Hakkasan, eftir krókaleiðir í leigubíl. Hakkasan virkar mjög óspennandi að utan, en þegar við vorum komin niður stigann og fram hjá andyrinu, blasti við nútímalegur og hávær veitingastaður. Þjónustan var frábær, frá því að við settumst niður og dótturinni fannst mjög spennandi að láta stjana við sig (enda ekki vön því). Fyrstu réttirnir sem við fengum voru forréttir, salat með crispy önd og dim sum. Öndin var mjög góð, dim sum var forvitnilegt (hef ekki smakkað þannig áður). Með þessu var drukkið öndvegis hvítvín. Eftir forréttina komu fimm aðalréttir, þorskur (sem var mjög bragðmikill), steiktir kryddlegnir sveppir (3 tegundir), kjúklingur í sósu sem var örlítið sæt, lambarifjur (hét samt lambchops) og humar í kryddlegi. Allir réttirnir voru ótrúlega góðir, fyrir utan þorskinn sem mér fannst fullmikið "fiskbragð" af. Með þessu fengum við líka mjög gott grænmeti. Hvítvínsglasið var fyllt reglulega og áður en við vissum af vorum við búin með þrjár flöskur (sjö manns). Eftir aðalréttina var komið með eftirréttina og þeir voru ekkert síður góðir. Ég leyfði dótturinni að sjá að mestu um eftirréttina og ákvað að skella mér á einn Mojito, eftir meðmæli frá Sigga. Ég sá ekki eftir því, besti Mojito sem ég hef smakkað. Ég mæli með ferð á Hakkasan og endilega að kíkja á klósettin, ef þið getið fundið þau. Þau eru nefnilega hálf falin inn í vegg.
Eftir Hakkasan lá leið niður í Soho hverfið. Við gengum í gengum Kínahliðið og settumst inn á nokkra pöbba. Stemmningin var góð og allir í fínu formi. Eftir pöbbarölt var tekin síðasta lest heim á hótel. Í lestinni hittum við mann með hvítvínsflösku, sem var alls ekki til í að deila henni með okkur þrátt fyrir tilmæli frá Sigga. Hann fattaði nefnilega ekki djókið í okkur. "Excellent Choice".