Thursday, September 13, 2007
Dagur þrjú
Eftir staðgóðan morgunverð, var haldið af stað, fótgangandi, niður í Notting Hill hverfið. Ætlunin var að taka Portobello markaðinn með trompi. Þegar við komum fyrir hornið inn á Portobello götu, var allt fullt af fólki. Laugardagar eru auglýstir sem antík-dagar, svo það var fullt af antík-vöru í boði. Við skoðuðum þó aðallega skartgripi og minjagripi. Dóttirin keypti sér að sjálfsögðu skartgripi, enda mikið fyrir slíkt. Ég keypti voða krúttlegan bol á bróðurson minn og samfellu á ófædda barnið sem systir mín á von á í lok október. Það barn er nú þegar orðin heimsborgari, á samfellur frá London og New York. Við sáum margt sniðugt á markaðnum, en ekkert sló út gamla hippann sem rölti um með hundinn á herðunum. Áður en við yfirgáfum markaðinn, freistuðumst við til að kaupa okkur brownie með belgísku súkkulaði, sem hreinlega bráðnaði uppí munni. Því næst var haldið upp á Notting Hill stöðina, þar sem June fræddi okkur um hvað væri hagstæðast að versla í lestarmiðum.
Næsti áfangastaður var Oxford Circus. Dóttirin vildi halda áfram í tuskubúðarápi og ég var búin að lofa syninum gjöfum frá London. Við fórum því í hina risastóru Hamleys leikfangaverslun. Hún telur heilar sex hæðir, með topphæð og kjallara. Ég myndi ekki vilja fara með barn þarna inn. Þau bara hreinlega tapa sér. Eitthvað náði ég að versla á mig sjálfa, heilar tvennar buxur, tvenna skó og forláta tösku, sem hreinlega kallaði á mig í H&M. Ég hef ekki tölu á því hvað dóttirin verslaði mikið. Og jú, eitthvað keyptum við af DVD myndum, ég bara varð að kaupa tvenna Prince tónleika og tveir tölvuleikir (kostuðu 7 pund stk.) flutu með.
Þegar klukkan var orðin sex, var hungrið farið að segja alverulega til sín. Við tókum því lykkju á leið okkar og fengum okkur mjög góðar samlokur í hliðargötu. Ristuð panini, vel útilátin með fersku salati "til hliðar". Því næst var haldið upp á hótel með alla pokana, stutt stopp og svo tekin lest niður á Westminister. Big Ben var ótrúlega flottur í flóðljósunum. Ég hef aldrei séð hann að kvöldlagi áður. Við skelltum okkur einn hring í London Eye, og sáum yfir upplýsta borgina. Eitthvað fór um okkur þegar við nálguðumst toppinn, enda báðar frekar lofthræddar. Það gleymdist samt, því útsýnið var svo hrikalega flott.
Næsti áfangastaður var Oxford Circus. Dóttirin vildi halda áfram í tuskubúðarápi og ég var búin að lofa syninum gjöfum frá London. Við fórum því í hina risastóru Hamleys leikfangaverslun. Hún telur heilar sex hæðir, með topphæð og kjallara. Ég myndi ekki vilja fara með barn þarna inn. Þau bara hreinlega tapa sér. Eitthvað náði ég að versla á mig sjálfa, heilar tvennar buxur, tvenna skó og forláta tösku, sem hreinlega kallaði á mig í H&M. Ég hef ekki tölu á því hvað dóttirin verslaði mikið. Og jú, eitthvað keyptum við af DVD myndum, ég bara varð að kaupa tvenna Prince tónleika og tveir tölvuleikir (kostuðu 7 pund stk.) flutu með.
Þegar klukkan var orðin sex, var hungrið farið að segja alverulega til sín. Við tókum því lykkju á leið okkar og fengum okkur mjög góðar samlokur í hliðargötu. Ristuð panini, vel útilátin með fersku salati "til hliðar". Því næst var haldið upp á hótel með alla pokana, stutt stopp og svo tekin lest niður á Westminister. Big Ben var ótrúlega flottur í flóðljósunum. Ég hef aldrei séð hann að kvöldlagi áður. Við skelltum okkur einn hring í London Eye, og sáum yfir upplýsta borgina. Eitthvað fór um okkur þegar við nálguðumst toppinn, enda báðar frekar lofthræddar. Það gleymdist samt, því útsýnið var svo hrikalega flott.