Sunday, September 16, 2007
Dagur fjögur
Við byrjuðum daginn á góðum morgunverði og síðan var klárað að ganga frá farangri. Við tékkuðum okkur snemma út og fengum að geyma töskurnar í móttökunni. Síðan var lagt af stað í skoðunarferð.
Við byrjuðum á Madame Tussauds. Þar sem það voru orðin tuttugu ár síðan ég hafði farið í safnið, þá fékk ég jafnmikið út úr því og dóttirin. Það var fullt af frægu fólki á staðnum og ég gat notað tækifærið og frætt dótturina um þjóðhöfðingja og mikilmenni nútímans og fortíðarinnar. Eftir vaxmyndasafnið var Jubilee lestin tekin niður að Westminister og stefnan tekin á London Eye (again!). Það var jafnvel flottara að sjá borgina í dagsbirtunni. Þar á eftir voru keyptar sykurbrúnaðar möndlur á brúnni og haldið yfir í Westminister Abbey, þar sem reyna átti að skoða kirkjuna að innan. En, því miður, kirkjan var lokuð fyrir almenning þar sem messuhald fór fram. Við vorum ekki alveg tilbúnar að fórna klukkutíma í messu og kirkjuvörðurinn gaf sig ekki. Við máttum ekki einu sinni kíkja í andyrið, þrátt fyrir að messa væri ekki hafin.
Næsti viðkomustaður var Tower Bridge og London Tower. Við létum okkur nægja að sjá London Tower að utanverðu, því það var ekki tími til að standa í biðröð. Við þurftum að hitta samferðarfólk okkar í lobbíinu klukkan sex, og því var komin tími til að halda "heim" að hótelinu. Við enduðum ferðina á sama hátt og við hófum hana, á Starbucks. Tveir stórir Caramel Frappuchino, áður en leigubíll var tekinn út á flugvöll. Eitthvað var að vísu óljóst með heimferð, því flugmenn voru í yfirvinnuverkfalli. Sem betur fer varð töfin aðeins rúmur klukkutími.
Við vorum frekar þreyttar þegar við lentum á Íslandi og drifum okkur í gegnum fríhöfn. Ég þurfti aðeins að átta mig á því hvernig ég næði bílnum úr gæslunni, en svo var keyrt af stað heim. Á leiðinni spurði ég dóttur mína hvert við ættum að fara næst. Það stóð ekki á svari "Til París!!!"
Við byrjuðum á Madame Tussauds. Þar sem það voru orðin tuttugu ár síðan ég hafði farið í safnið, þá fékk ég jafnmikið út úr því og dóttirin. Það var fullt af frægu fólki á staðnum og ég gat notað tækifærið og frætt dótturina um þjóðhöfðingja og mikilmenni nútímans og fortíðarinnar. Eftir vaxmyndasafnið var Jubilee lestin tekin niður að Westminister og stefnan tekin á London Eye (again!). Það var jafnvel flottara að sjá borgina í dagsbirtunni. Þar á eftir voru keyptar sykurbrúnaðar möndlur á brúnni og haldið yfir í Westminister Abbey, þar sem reyna átti að skoða kirkjuna að innan. En, því miður, kirkjan var lokuð fyrir almenning þar sem messuhald fór fram. Við vorum ekki alveg tilbúnar að fórna klukkutíma í messu og kirkjuvörðurinn gaf sig ekki. Við máttum ekki einu sinni kíkja í andyrið, þrátt fyrir að messa væri ekki hafin.
Næsti viðkomustaður var Tower Bridge og London Tower. Við létum okkur nægja að sjá London Tower að utanverðu, því það var ekki tími til að standa í biðröð. Við þurftum að hitta samferðarfólk okkar í lobbíinu klukkan sex, og því var komin tími til að halda "heim" að hótelinu. Við enduðum ferðina á sama hátt og við hófum hana, á Starbucks. Tveir stórir Caramel Frappuchino, áður en leigubíll var tekinn út á flugvöll. Eitthvað var að vísu óljóst með heimferð, því flugmenn voru í yfirvinnuverkfalli. Sem betur fer varð töfin aðeins rúmur klukkutími.
Við vorum frekar þreyttar þegar við lentum á Íslandi og drifum okkur í gegnum fríhöfn. Ég þurfti aðeins að átta mig á því hvernig ég næði bílnum úr gæslunni, en svo var keyrt af stað heim. Á leiðinni spurði ég dóttur mína hvert við ættum að fara næst. Það stóð ekki á svari "Til París!!!"
Comments:
<< Home
Oh, París....
Annars langar mig eiginlega til London líka eftir að hafa lesið þessa skemmtilegu ferðalýsingu!
Annars langar mig eiginlega til London líka eftir að hafa lesið þessa skemmtilegu ferðalýsingu!
Þetta var alveg ótrúlega skemmtileg ferð. Mig langar eiginlega líka fljótlega aftur til London.
Ég held að ég myndi vilja fara með einhverjum "vönum" til Parísar.
Post a Comment
Ég held að ég myndi vilja fara með einhverjum "vönum" til Parísar.
<< Home