Saturday, September 29, 2007

 

Bissí

Undanfarin vika er búin að vera mjög erilsöm. Ekkert sérstakt í gangi, bara mikið að gera í vinnunni og líka á heimilinu. Ég er samt ekkert að beila á ræktinni, mæti samviskusamlega þrisvar í viku. Ég held að það sé bara alveg nóg til að byrja með.

Í gærkvöldi var ég orðin svo þreytt, að klukkan ellefu var ég alveg að lognast út af. Gat bara engan veginn haldið augunum opnum. Vaknaði svo endurnærð snemma í morgun og er búin að nota daginn til að endurhlaða batteríin. Þvældist um á netinu, horfði á DVD og las blöðin. Blandaði smá húsverkum þar á milli.

Eitt af því sem ég vildi alveg sjá í sjónvarpi, er spjallþáttur Ellen DeGeneres. Mér finnst hann stórskemmtilegur.

Comments:
það er ótrúlegt hvað tíminn líður - bara allt í einu vikan búin - mánuðurinn búinn úffffff
 
Dugleg að vera alltaf í ræktinni, ekki furða að þú sért þreytt á kvöldin. Þetta er svo ferlega gott fyrir kroppinn að koma blóðrásinni af stað.
 
Elín mín, það verða komin jól áður en maður veit af.

Anna, ég finn bara strax hvað ég hef gott af þessu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?