Saturday, August 25, 2007
London calling
Þá er búið að taka ákvörðun. Við mæðgurnar ætlum að skella okkur til London. Áætlað er að fara 6. sept. og heimkoma þann 9.sept. Ég sagði dóttur minni að þetta yrði meira skoðunarferð en verslunarferð, en við myndum nú samt kíkja í nokkrar búðir. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún fer til London og þar sem ég hef ekki komið til London í 20 ár, þá verður þetta mjög spennandi fyrir okkur báðar.
OG ég er að fara á Prince tónleika. Ég er að vísu ekki komin með miða og það er uppselt, en ég er búin að lesa Leyndarmálið. Need I say more. :)
OG ég er að fara á Prince tónleika. Ég er að vísu ekki komin með miða og það er uppselt, en ég er búin að lesa Leyndarmálið. Need I say more. :)
Comments:
<< Home
Til hamingju með þessa ákvörðun, London á ekki eftir að svíkja ykkur mæðgur. Ummmmm þetta er uppáhaldsborgin mín, ég veit ekki afhverju en mér finnst hún æði. Já Leyndarmálið sér um að þú færð miða á Prince tónleikana, engin spurning. :) Góða ferð og góða skemmtun.
Post a Comment
<< Home