Friday, August 03, 2007

 

Ég vann!!!!!

Einhverra hluta vegna hefur heppnin verið að aukast hjá mér undanfarið. Ég sem var yfirleitt vön því að vinna aldrei í neinum happdrættum eða leikjum, hef verið að næla mér í vinninga hér og þar undanfarið.

Ég held samt að hápunktinum hafi verið náð í morgun, þegar Ívar Guðmundsson hringdi í mig og tilkynnti að ég hefði unnið í sumarleik Bylgjunnar og Nings. Ég vann borgarferð til Evrópu fyrir tvo. OG matarveislu fyrir tíu hjá Nings. OG sumaráskrift af Séð og Heyrt. Ég er ennþá hálf vantrúuð á að þetta hafi gerst í raun og veru og bíð eiginlega eftir því að einhver vekji mig.

Kannski ég skelli mér til Parísar...eða Róm...eða Stokkhólms...eða London... eða ...

Comments:
Frábært! Til hamingju.
 
Þetta er stórkostlegt Veiga, til hamingju, þú átt þetta svo sannarlega skilið. Þegar þú ert búin að lesa Harry Potter, mæli ég með því að þú lesir Secret, hún er stórkostleg. Það er líka frábært að horfa á myndina.
 
Ég þarf að kynna mér þá bók. Kannast ekki við nafnið í fljótu bragði, er hún nýleg? Ertu þá að tala um mynd eftir þeirri bók?
 
Bókin er nýkomin út á íslensku, já ég er að tala um mynd eftir þeirri bók,eftir Rhonda Byrne. www.secret.tv
 
hæ aftur, þetta átti að vera www.thesecret.tv
 
Ég kíki á það. Takk fyrir ábendinguna. Ég er nefnilega búin með Potter.
 
Innilega til hamingju, heyrði reyndar fyrir tilviljun restina af einmitt einhverju spjalli Ívars og flissi við einhverja hressa píu, kannski við þig?
Væntanlega hafa svo bæturnar skilað sér fyrir helgina, ekki veitir nú einstæðu móðurinni af!
kv. Magnús G.
 
vá! til hamingju, ekkert smá gaman að fá svona dótarí. verst að þú hafir ekki fengið ferð til mexíkó :)
ps.vinsamlegast ekki segja frá endinum á harry potter.
 
Takk, Maja. Ég segi engum frá hvernig Potter endar, my lips are sealed.
Magnús: Það gengur eitthvað erfiðlega fyrir póstmanninn að finna mig, þannig að álagningaseðilinn hefur ekki skilað sér enn. Ég flissaði nú ekki mikið í viðtalinu, reyndi að virka mjög yfirveguð, samt ekki of alvarleg.
 
Hlló aftur VEiga!
Þá hefur þetta bara verið "hneggið" í honum meir en fliss í þér! Heyrði bara lokasetningarnarÆtla nú rétt að vona, að þú þurfir ekki að fela þig fyrir einhverjum ofstoppa, skýringin sé frekar að fyrirtækið Íslandspóstur sé enn að sýna af sér lélega þjónustu, kannast nú aðeins við það, nema að Skattinum sjálfum sé um að kenna? Krónurnar ættu þó að skila sér fyrr eða síðar, ef þær hafa þá ekki þegar gert það inn á reikning!?
bk.
M.
 
Til hamingju!
 
Takk Harpa. Magnús: Ég fæ yfirleitt póstinn minn seint eða aldrei. Inngangurinn að íbúðinni minni er ekki á sama stað og aðalinngangurinn og það virðist vera of erfitt fyrir póstmannninn að átta sig á því. Nema nýr aðili beri út póstinn á hverjum degi. Umslögin mín eru yfirleitt rækilega merkt "niðri" eða "downstairs".
 
Varla getur nú verið að skipt sé um póstburðarmann á hverjum degi! Væri eilífðarvesen að koma viðkomandi inn í ferlið. En kannski, mér finnst þetta nú alveg makalaust ef starfsmenn eru ekki með meir milli höfuðskeljanna, að læra ekki með tímanum á þau hús sem þeir bera út í. hérna í bænum þar sem Farfuglinn hefur líka aðsetur, hygg ég að hverjum og einum póstburðarmanni sé úthlutað ákveðnu svæði, sem viðkomandi heldur svo. En þú og sonurinn ungi hafið þó vonandi ekkert soltið sl. daga er það nokkuð?
Bk.

M.
 
This comment has been removed by the author.
 
Ég hefði nú haldið að þetta lærðist fljótt. Ég hef nú aldrei orðið svo fræg að bera út póst, en bar eitt sinn út fjölpóst. Þá lærðist manni fljótt hvar lúgurnar voru.
Veit ekki alveg hvað póstburður hefur með sult að gera, ekki nærumst við á bréfunum.
 
Sulturinn sem ég kæruleysislega skrifaði þarna, hefur nei ekkert með gluggapóstin sem slíkan að gera, en ef innan í umslaginu leynist ávísun upp á pening sem aftur er notaður til matarinnkaupa, þá hefur kannski myndast smá samhengi í þetta ekki satt? Bara óþarfa blaður, afsakaðu það! Held líka að langflestir fái nú orðið sínar greiðslur millifærðar á bankareikninga, frekar en með gömlu góðu ávísununum! Annars vona ég að gangi vel með sonin núna, kíkti aðeins til baka í blogginu. Á sjálfur bróðurson sem er innhverfur, eða einhverfur eins og það nefnist í seinni tíð auk þess sem ég þekki til ofvirkni og athyuglisbrests hjá börnum!
 
Já ok. Þá skil ég þetta töluvert betur.
 
Til hamingju dúllan mín þú átt þennan vinning svo sannarlega skilið.......á ég ekki bara að koma með í ferðina svo hún verði svona ævintýra múahahhahahahhaaha ;)
 
Það væri náttúrulega bara gaman ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?