Sunday, August 12, 2007
Ég er á lífi
Ég lifði aðgerðina af og er núna vafin í umbúðir frá ökklum upp í nára. Ég hef það bara ágætt og bryð parkódín við verkjum. Aðgerðin tókst mjög vel, en ég má eiga von á því að verða frá vinnu í 1-2 vikur.
Þar sem ég má ekki sitja með fæturnar niður, læt ég þetta duga í bili. Verð helst að sitja eða liggja með lappir upp í loft, nú eða rölta um í rólegheitunum.
Enn og aftur kemur ferða DVD spilarinn sér mjög vel.
Þar sem ég má ekki sitja með fæturnar niður, læt ég þetta duga í bili. Verð helst að sitja eða liggja með lappir upp í loft, nú eða rölta um í rólegheitunum.
Enn og aftur kemur ferða DVD spilarinn sér mjög vel.
Comments:
<< Home
þetta ástand kallar á heimsókn - sé það strax - hehe og það er bannað að laga til af því þú mátt það ekki - gæti ekki verið meira afslappað ;) - verð í bandi frú mín góð
Elín mín, þú ert ávallt velkomin í heimsókn.
Ekkert alvarleg aðgerð, bara verið að fjarlægja leiðindar æðarhnúta úr fótleggjunum á mér. Eitthvað sem ég fékk eftir að ég gekk með börnin mín og hefur svo farið versnandi. Betra að klára það núna strax, meðan ég er svona "ung" (eins og læknirinn sagði).
Ekkert alvarleg aðgerð, bara verið að fjarlægja leiðindar æðarhnúta úr fótleggjunum á mér. Eitthvað sem ég fékk eftir að ég gekk með börnin mín og hefur svo farið versnandi. Betra að klára það núna strax, meðan ég er svona "ung" (eins og læknirinn sagði).
Gott að aðgerðin gekk vel og enn betra að þú ert á lífi! Auðvitað ert þú bráðung ennþá eins og læknirinn segir - enda á alltaf að hlusta á lækninn sinn ;)
Mér fannst þetta bara svo skondið. Orðin 41 árs og talin ung. Mér finnst ég ekki vera svo ung lengur.
Post a Comment
<< Home