Wednesday, August 29, 2007

 

Dagskrá í fæðingu

Það er svo margt hægt að gera í London og erfitt að velja úr. Ég er að reyna að setja saman smá dagskrá, því ég er svo hrikalega mikið fyrir að skipuleggja.

Fimmtudagur: Við lendum um hádegi og áætlað að fara á Prince tónleika kl. 6. Annað ekki planað ennþá.
Föstudagur: Covent garden, til að versla og skoða. Jafnvel hitta tvær enskar netvinkonur. Einnig farið á Oxford Street að versla. Síðan verður farið út að borða um kvöldið á austurlenskan stað sem heitir Hakkasan. Mjög fínn staður, sem lofar góðu.
Laugardagur: Skoðunarferð, ma. vaxmyndasafnið, London Eye og Westminister Abbey. Spurning um að fara í Notting Hill hverfið og kíkja á markaðinn á Portobello Road. Það eru líka margir spennandi veitingastaðir í Notting Hill, ekki mjög dýrir.
Sunnudagur: Ekkert skipulagt ennþá. Flugið er um kvöldið þannig að það verður eflaust hægt að gera eitthvað skemmtilegt um kvöldið.

Ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir um veitingastaði eða eitthvað spennandi að skoða, þá endilega látið mig vita.

Comments:
Sko, ef það er séns að fá borð á Hakkasan er það bara snilld. Fífa er yfirleitt lítið fyrir austurlenskan mat en þetta fannst henni gott.

Snilldarveitingahús og frábær matur.
 
já, bíddu, las ekki almennilega... Komnar með borð þar, ss?

ööööfund :D
 
Já við erum búnar að panta borð og matseðil. Erum með nokkrum Íslendingum í London og hópurinn ætlar að fara saman út að borða.

Dóttir mín elskar austurlenskan mat, þannig að hún er mjög spennt.
 
Stuð!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?