Tuesday, July 24, 2007
Yippi-kay-ay
Ég var óvenju dugleg að fara í bíó í síðustu viku. Fór tvisvar sinnum. Það er sko mikið, á mínum mælikvarða.
Fyrri myndin sem ég sá, var Die Hard 4.0. Ég fór á hana með hálfum hug og þess vegna kom hún mér skemmtilega á óvart. Við vinkonurnar skelltum okkur í Háskólabíó, minn gamla vinnustað. Maður er orðin svo gamall að maður er komin með þessa nostalgíu tilfinningu.
Seinni myndin sem ég sá, var Harry Potter. Ég er töluvert Harry Potter fan og hef lesið allar bækurnar og var því mjög spennt að sjá þessa mynd. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir smá vonbrigðum með hana. Ekki misskilja mig, myndin er mjög vel gerð, það er bara svo margt sem vantar, þe. ef þú ert búin að lesa bókina. Ég tók dóttur mína með mér og við splæstum á okkur lúxus-þægindum. Alls ekki slæm mynd, bara ekki eins góð og ég átti von á.
Og nú er bara að kaupa nýju Harry Potter bókina og sjá hvernig þetta endar.
Fyrri myndin sem ég sá, var Die Hard 4.0. Ég fór á hana með hálfum hug og þess vegna kom hún mér skemmtilega á óvart. Við vinkonurnar skelltum okkur í Háskólabíó, minn gamla vinnustað. Maður er orðin svo gamall að maður er komin með þessa nostalgíu tilfinningu.
Seinni myndin sem ég sá, var Harry Potter. Ég er töluvert Harry Potter fan og hef lesið allar bækurnar og var því mjög spennt að sjá þessa mynd. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir smá vonbrigðum með hana. Ekki misskilja mig, myndin er mjög vel gerð, það er bara svo margt sem vantar, þe. ef þú ert búin að lesa bókina. Ég tók dóttur mína með mér og við splæstum á okkur lúxus-þægindum. Alls ekki slæm mynd, bara ekki eins góð og ég átti von á.
Og nú er bara að kaupa nýju Harry Potter bókina og sjá hvernig þetta endar.