Thursday, July 12, 2007

 

Toto tónleikar

Bróðir minn og mágkona voru svo rausnarleg að bjóða mér á tónleika á þriðjudaginn. Ég var nokkuð spennt, þar sem ég hafði hlustað töluvert á þessa hljómsveit á mínum yngri árum. EN því miður voru tónleikarnir eru eins góðir og ég hafði vonað.

Ég las gagnrýni í Mogganum í dag, sem er alveg í takt við mína upplifun af tónleikunum. Þetta voru flottir hljóðfæraleikarar og hljómburður eins og best var á kosið, en þeir tóku bara ekki nema 4-5 þekkt lög. Hin lögin voru langlokur, með miklum sólóum. Það var eins og hljómsveitarmeðlimir væru á einhverju egó-trippi, þar sem þeir vildu sýna hvað þeir kynnu mikið á hljóðfærin sín. Kannski mjög gaman fyrir einhverja djúpa tónlistarpælara, en fyrir svona venjulegt fólk eins og mig var það eiginlega soldið tú möts. Hápunktur kvöldsins var lokalagið, Africa, enda tók salurinn þá vel við sér.

Kvöldið var þó langt frá því að vera leiðinlegt. Ég var í frábærum félagsskap, fékk ljúffengan mat og Buzz keppnin eftir tónleikana var spennandi. Bróðir minn náði að jafna metin eftir ósigur um áramótin, en ég heimtaði re-match.

Comments:
Hafa þeir nokkuð gert fleiri en 4-5 lög fræg? Ég man alla vega bara eftir þremur lögum með þeim, og það var fyrir 20 árum eða meira.
 
Ég þekki amk tíu lög með þeim. Þeir tilkynntu á tónleikunum að þeir ætluðu ekki að spila ballöður, og þar með fauk helmingurinn af þeim lögum. Lög á borð við 99, I'll be over you, I wont hold you back og Make believe.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?