Tuesday, July 31, 2007
Letifrí?
Þessa viku er ég í "skyldufríi". Það er lokað í fyrirtækinu og allir skikkaðir í frí. Ég hef svo sem ekkert planað neitt sérstakt, enda hefði ég alveg nóg að gera, ef ég nennti. Það mætti td.:
1. Þrífa pallinn fyrir málningu (smá galli, það þarf að vera alveg þurrt til þess að hægt sé að bera hreinsiefnið á pallinn)
2. Síðan þarf að bera á pallinn (again, þarf að vera þurrt)
3. Þétta sturtuklefann. Ég gafst upp á að eltast við píparann og ákvað að gera þetta bara sjálf.
4. Tala við húseigendafélagið. Eitthvað þarf að gera í þessari íbúð, áður en ég sturlast á því að búa hérna.
5. Reyna að ná sambandi við fasteignasalann. Nei, ég er ekki að fara að selja (ennþá). Hann lofaði mér bara hjálp ef ég þyrfti og nú ÞARF ég hjálp. (smá galli, hann er ekki í bænum í sumar)
6. Ganga frá í kringum pallinn. Það þarf að fylla að með sandi og setja hellur (Þetta verður ekki gert fyrr en liður 1 og 2 eru búnir)
7. Kaupa húsgögn. Ég get bara ekki ákveðið hvort ég á að fá mér ljóst eða dökkt borðstofusett.
8. Kaupa plöntur á pallinn (again, ekki gert fyrr en eftir lið 1 og 2)
9. Kaupa og lesa nýju Harry Potter bókina.
Eitthvað segir mér að ég komi til með að byrja á lið 9.
1. Þrífa pallinn fyrir málningu (smá galli, það þarf að vera alveg þurrt til þess að hægt sé að bera hreinsiefnið á pallinn)
2. Síðan þarf að bera á pallinn (again, þarf að vera þurrt)
3. Þétta sturtuklefann. Ég gafst upp á að eltast við píparann og ákvað að gera þetta bara sjálf.
4. Tala við húseigendafélagið. Eitthvað þarf að gera í þessari íbúð, áður en ég sturlast á því að búa hérna.
5. Reyna að ná sambandi við fasteignasalann. Nei, ég er ekki að fara að selja (ennþá). Hann lofaði mér bara hjálp ef ég þyrfti og nú ÞARF ég hjálp. (smá galli, hann er ekki í bænum í sumar)
6. Ganga frá í kringum pallinn. Það þarf að fylla að með sandi og setja hellur (Þetta verður ekki gert fyrr en liður 1 og 2 eru búnir)
7. Kaupa húsgögn. Ég get bara ekki ákveðið hvort ég á að fá mér ljóst eða dökkt borðstofusett.
8. Kaupa plöntur á pallinn (again, ekki gert fyrr en eftir lið 1 og 2)
9. Kaupa og lesa nýju Harry Potter bókina.
Eitthvað segir mér að ég komi til með að byrja á lið 9.
Comments:
<< Home
ég myndi þétta sturtuklefann - tekur stystan tíma hehe og sleppa potternum ehe enda ekki lesið hinar....
Maja: Hvað get ég sagt. Ég byrjaði á lið 9, keypti Harry Potter og er hálfnuð með hana.
Elín: Ég ætla að takast á við sturtuklefann í dag eða á morgun (fer eftir því hvað sonur minn er samvinnuþýður, það eru nefnilega allir á leikjanámskeiðum yfir daginn)
Halldóra: Ég hringi í húseigendafélagið á morgun. Svo þarf ég að fara að koma til þín í heimsókn fljótlega.
Elín: Ég ætla að takast á við sturtuklefann í dag eða á morgun (fer eftir því hvað sonur minn er samvinnuþýður, það eru nefnilega allir á leikjanámskeiðum yfir daginn)
Halldóra: Ég hringi í húseigendafélagið á morgun. Svo þarf ég að fara að koma til þín í heimsókn fljótlega.
Ég var kannski full gróf á lýsingarorðunum í þessari færslu. Sturlast er kannski ekki rétta orðið, en ég er orðin mjög örg og einhverra hluta vegna læt ég þetta fara rosalega í taugarnar á mér. Stundum langar mig hreinlega ekkert til að vera heima hjá mér.
Húseigendafélagið verður að bíða, þar er lokað vegna sumarleyfa til 13.ágúst. Þangað til verð ég með eyrnatappa ;)
Post a Comment
<< Home