Tuesday, July 17, 2007

 

Í fréttum er þetta helst

Margir “linka” bloggin sín við Moggann. Ég ætla að vera öðruvísi en aðrir og tala um það sem ég las í Fréttablaðinu. Það var nefnilega óvenju margt sem fangaði athygli mína í morgun. Þar á meðal:

1. Greipávextir valda krabbameini. Það er alltaf verið að hamra á því að það eigi að borða nóg af ávöxtum. En ætli þetta sýni fram á að ávextir eru ekki eins hollir og haldið er fram?

2. Ofbeldi. Fjórtán ára gömul stúlka var með grafískar lýsingar á blogginu sínu, þar sem hún lýsir því hvernig hún gekk í skrokk á jafnöldru sinni. Ég hafði lesið færslurnar hennar, en hélt hreinlega að hér væri á ferðinni athyglissjúkur unglingur sem væri að spinna sögur. Ég fékk því nett sjokk þegar ég komst að því að þetta er allt saman satt. Þessi stúlka á greinilega mjög bágt.

3. TF-SIF brotlenti. Ég er örugglega ein af fáum sem fannst þessi frétt sorgleg. Ég hef bara alltaf haldið mikið upp á þessa þyrlu. Hún tengdist lífi mínu í fjöldamörg ár í gegnum starf fyrrverandi eiginmanns míns og ég hafði alltaf gaman af því að sjá hana leika listir sínar.

Og svona í lokin. Lag vikunnar er án efa nýja lagið hans Páls Óskars, “Allt fyrir ástina”. Ég þurfti ekki að heyra það oft, til að fá það gjörsamlega á heilann.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?