Monday, July 02, 2007
2,5 pör af sokkum
Þá er sumarfríið á enda og vinnan tekin við. Við snerum aftur á föstudaginn og notuðum helgina til að snúa við líkamsklukkunni. Þegar ég var að taka upp úr töskunum, tók ég eftir að allt hafði skilað sér yfir hafið, fyrir utan 2,5 pör af sokkum. Ég keypti mér 5 pör af sokkum í Ameríku, en einhverra hluta vegna skiluðu bara 5 stk sér yfir hafið, eða 2,5 pör af sokkum. Stórmerkilegt!
Annars fórum við að sigla um á sunnudaginn, á Bestu skútunni. Hehe skútan heitir nefnilega Besta. Við fórum í boði besta mágs og bestu systur og fengum hið besta veður. Ok nóg komið, ekki fyndið lengur. Það hlýtur að vera kominn í mig svefngalsi.
Annars fórum við að sigla um á sunnudaginn, á Bestu skútunni. Hehe skútan heitir nefnilega Besta. Við fórum í boði besta mágs og bestu systur og fengum hið besta veður. Ok nóg komið, ekki fyndið lengur. Það hlýtur að vera kominn í mig svefngalsi.