Friday, June 08, 2007

 

Heitt, heitt, heitt

Það er sko ekki hægt að kvarta undan veðrinu hér á Florida. Hitinn er samt bara þægilega mikill, amk. alveg nóg fyrir okkur hvítingjana. Við mæðgurnar erum duglegar að vera í sólinni, en syninum finnst eiginlega bara of heitt. Það eru líka einhverjar leiðinda flugur að angra hann. Hann er nú ekki mikil hetja þessi elska.

Veðurútlit er nokkuð gott, þó veðurfræðingar séu alltaf að segja að það sé 30% líkur á rigningu. Hún hefur ekki látið sjá sig, amk. ekki ennþá. Nú ef hún lætur sjá sig, þá má alltaf taka stefnuna á næsta moll. Það er víst nóg af þeim hérna í nágrenninu.

Comments:
oooh njótið þess nú í botn að vera í fríi í fyrirheitnalandinu :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?