Sunday, June 17, 2007
Brennd kona forðast sólina
Ég fer greinilega ekki nógu oft til útlanda. Ég virðist amk ekki vita hvað húðin á mér þolir mikla sól. Mér finnst þetta líka soldið flókið, öll þessi flóra af sólarvörnum og ég veit ekkert hvað ég á að velja. Jú, ég brann í sólinni. Var með krökkunum í sundlauginni og skaðbrann á öxlum og bringu. Ég hálf skammast mín fyrir að vita ekki betur, sérstaklega þegar dóttirin er eins of pro-tanner við hliðina á mér, næpuhvítri og sólbrenndri. Stundum held ég hreinlega að ég hafi ekki verið hönnuð til að liggja í sólböðum. Ég verð nefnilega alltaf rauð, aldrei brún.
Anyway, það er 17. júní í dag og í tilefni dagsins á að skella sér í mini-golf. Maður verður nú að fara í eitthvað golf í þessu golfhéraði. Síðan er ætlunin að grilla dýrindis nautasteikur í kvöld. Við ætluðum að efna til skrúðgöngu í dag, en því miður gleymdust flöggin heima.
Anyway, það er 17. júní í dag og í tilefni dagsins á að skella sér í mini-golf. Maður verður nú að fara í eitthvað golf í þessu golfhéraði. Síðan er ætlunin að grilla dýrindis nautasteikur í kvöld. Við ætluðum að efna til skrúðgöngu í dag, en því miður gleymdust flöggin heima.
Comments:
<< Home
Takk sömuleiðis. Ég er sko komin með vörn 50 á axlir og bringu. Ætli ég komi ekki rauð-hvít til baka.
Hehehe brennda konan kom heim eldsnemma í morgun og er ennþá að leita að orku til að byrja að taka upp úr töskunum.
Post a Comment
<< Home