Monday, June 11, 2007
Amerískt kvef
Það verður að prófa allt í Ameríkunni. Það hafði aldrei hvarflað að mér að það væri hægt að verða kvefaður í sól og sumaryl. Kannski er það loftkælingunni að kæla, kannski eru hér einhverjar útlenskar bakteríur sem við hvítingjarnir ráðum ekki við. Sonurinn byrjaði með tilheyrandi hnerraköstum og sniffi . Í gærkvöldi fór ég svo að taka undir. Nú hnerrum við og snýtum okkur í kapp við hvort annað.
Á eftir verður stefnan tekin út í apótek að kaupa einhver meðul. Þeir eiga víst nóg af því hérna í fyrirheitna landinu.
Á eftir verður stefnan tekin út í apótek að kaupa einhver meðul. Þeir eiga víst nóg af því hérna í fyrirheitna landinu.
Comments:
<< Home
Ó já, það er sko til ALLT í henni Ameríku. Ég man að ég bara gapti þegar ég var send út í apótek til að kaupa meðal til að lækna kvef!!! En þetta var sko skemmtilegasta apótek sem ég hef heimsótt, þvílíkt úrval af allskonar vítamínum og lyfjum!!!
Látið ykkur allavega batna, það má ekki verða lasin í útlöndum.
Látið ykkur allavega batna, það má ekki verða lasin í útlöndum.
allamalla ég held svei mér þá að allir fái kvef í ammeríkkunni bara til að fara í apótek - ehe - ég fékk allavega heiftarlega hálsbólgu í ammeríkkunni í fyrra og ég fékk að fara í apótek - fullt af skemmtilegum lyfjum og ólyfjum hehe
láttu þér batna mín kæra :)
Post a Comment
láttu þér batna mín kæra :)
<< Home